Wednesday, November 29, 2006

ég sá Hönnu drepa jóóóólasveeiin.....

Fokking miðvikudagur?? Vá hvað vikan líður hægt núna! Ennnn hún er meira en hálfnuð þannig að .... Cheer up!!

Ég held að verslunarfólk sé eitthvað að tapa sér í jólajólajólajólakjaftæði. Póstkassinn minn er svoooo fullur af jólaruslpósti á hverjum degi að mínir eigins reikningar liggja bara krumpaðir á botni kassans, grátbiðjandi um virðingu fyrir tilverurétti sínum. Reyndar mega þeir leysast upp og hverfa mín vegna. Sérstaklega reikningarnir frá Tryggingamiðstöðinni sem ég er ekki einu sinni í viðskiptum við...

Annars er ég lítið farin að spá í jólunum enda ekki kominn desember ennþá. Synir mínir skilja ekki þessa fýlu í mér og vildu fara að skreyta fyrir mánuði eða svo. Ég man reyndar sjálf hvað mér fannst mamma mikill gleðispillir þegar maður fékk fyrsta jólafíling ársins svona í septemberlok þegar maður var krakki. Skil hana samt vel í dag!

Fór á jólahlaðborð með vinnunni minni á föstudaginn á Gullhamra. Staður sem ég mæli 100% með btw. Fór bara ein því að kallinn lá veikur heima alla helgina :( Erum svo boðin á annað jólahlaðborð 16.des og vonandi verða allir frískir þá. Ekkert gaman að fara einn á jólahlaðborð lengur.

Annars er allt gott að frétta fyrir utan eftirfarandi:
*ég er skítblönk
*mér er ískalt
*ég er dauðþreytt
*það eru hungraðir úlfar sem bíða eftir að éta mig
*ég held ég sé að fá hita

Björtu hliðarnar eru hins vegar:
*ég fæ útborgað eftir tvo daga
*ég get farið undir sæng að hlýja mér
*... og sofa
*ef ég fæ hita þá klára ég væntanlega flensukvótan fyrir jól, er það ekki?
*ég á ónýta kæfu til að henda í svöngu úlfana ef með þarf.

Sko, talandi um að glasið sé bæði hálffullt og hálftómt... Mitt glas er bara plain hálft!

Tuesday, November 21, 2006

Snnnjörnumerki!

Ég fékk þetta sent í tölvupósti fyrir hálfu ári eða svo... mér finnst þetta snilld. Gamalt en sígilt!

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.


Hmmm, eitthvað til í þessu??

Monday, November 20, 2006

Fortíðardraugar og heilög reiði!



Helgin var nokkuð slæm bara. Enn og aftur hefur það sýnt sig að ekki er hægt að meta hvað fólk gerir (eða gerir ekki) út frá sjálfum sér.

Varð vitni að einstakri heimsku, biturð og aumingjaskap. Frá manni sem að ég hef ekki hitt eða heyrt í síðan í júní 2005. Hann lagðist svo lágt að misnota traust sameiginlegra vina og eyða út persónulegum gögnum sem er margra sólarhringa vinna bak við. Núverandi kærasti minn átti þessi gögn sem eru nú horfin og óafturkræf.

Alltaf getur fólk haldið áfram að koma manni á óvart með einskærum heigulshætti og barnaskap. Þessi aðili sem þennan skemmtilega verknað framdi er það hrokafullur að hann heldur að hann komist upp með þetta endalaust. Fólk sem er svona svakalega siðferðislega blint ætti að leita sér hjálpar sjálfs síns og annara vegna. Að ljúga að sjálfum sér og öðrum og kenna óviðkomandi aðilum um sína eigin failure og mistök er eitt. Að ganga svo langt að skemma persónulegar eigur annara er komið langt út fyrir það sem maður fyrirgefur.

Því miður er það nú svo að þessi illa innrætti aðili á ekkert sem hægt er að skemma. Ekkert! Sem ætti nú að segja ýmislegt um hann. Hann á ekki einu sinni þokkalegt mannorð því að hann hefur séð sjálfur um að rústa því í gengum tíðina með hroka og lygum. Hvað er eftir? Líkamsárás? Ég hef hugsað þann möguleika en komist að því að hans ómerkilega smetti er ekki kærunnar virði.

Eina huggun mín í þessari einlægu reiði er að ég trúi á orðin "What goes around, comes around."

Over and out!

Thursday, November 16, 2006

er'itta djók!?


Til hamingju með dag íslenskrar tungu. Mamma mín á líka afmæli í dag. Merkilegur dagur í dag.

Hvað er með þennan kulda? Mér er kalt ALLAN daginn. Frá morgni til kvölds. Ef mér nær að hlýna á tánum, þá verður mér kalt á puttunum og ef mér nær að hlýna á puttunum þá er nefið orðið að klakamola! T.d. ákurrat núna finn ég ekki fyrir tánum á mér og ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé með nef!! God damn it...

En svo maður taki smá pollýönnu á þetta... þá gæti verið snjókoma líka. Það gæti verið fljúgandi hálka. Það gæti verið stórt gat í miðri Reykjavík sem nær að kjarna jarðarinnar og enginn kæmist yfir. Það gæti verið stór UFO beint yfir Íslandi sem tilviljunarkennt myndi soga upp fólk. Svo að kannski er þetta ekkert svo slæmt. En það er samt KALT!

Fórum í bíó í gær. Já... bíó! Í kuldanum. Sáum Borat. Hafandi séð fullt af myndskeiðum (ekki sketsa sko... dagur ísl. tungu muniði!) á Netinu þá var þessi mynd hálfgerð vonbrigði. Nánast allt gamlir brandarar. Og Borat er ekki mjög fjölnota fígúra þó að hann eigi snilldarpunkta. Og iðulega skal maður lenda við hliðina á einhverjum í bíó sem er til vandræða. Hingað til hef ég lent í eftirfarandi:
*Krónískum smjattara
*blaðurdós
*Símafávita
*drukknum einstaklingi
*Manni sem finnst fyndið að prumpa stanslaust í bíó
Og núna í gærkvöld bættist við listann... ég settist við hliðina á mjög illa lyktandi eintaki af manneskju. Var komin hálfpartinn í fangið á kallinum mínum til að komast sem lengst frá þessum sveitta gaur. Og... hann var á deiti!! Omg. Ég yrði fljót að leggja á flótta frá svona manni.
Fátt er jafn fráhrindandi og skortur á persónulegu hreinlæti að mínu mati.

Jæja, ég þarf víst að fara að vinna. Veriði blessuð og passiði að tala fallega íslensku í dag ;)

Thursday, November 09, 2006

And people wonder why I'm tired...

Samtal milli sona minna áðan:

Stebbi: Steini, hvaða mynd viltu horfa á?
Steini: mér er alveg sama, þú ræður.
Stebbi: Má ég ráða einn?
Steini: já... ef þú velur Mulan eða Ísöld.
Stebbi: En þá er ég ekkert að ráða, þá er ég bara að velja.
Steini: nei, þá ert þú að RÁÐA.
Stebbi: Þú getur ekkert valið hvað ég ræð!!
Steini: ég sagði hvað ég vildi og svo mátt þú ráða!!!
Stebbi: ég fæ aldrei að RÁÐA!!
Steini: víst! þú fékkst að ráða áðan úti!!
Stebbi: ráða úti áðan hvað???!!!
Steini: þarna þegar við komum heim
Stebbi: hverju fékk ég þá að ráða?
Steini: ég man það ekki, þú veist að ég er gleyminn.
Stebbi: þú ert bara að búa þetta til!!
Steini: (Tekur Ísöld og opnar hulstrið)
Stebbi: Steini ég vil ekki HORFA Á ÞESSA MYND AFTUR!!!
Steini: farðu þá bara eitthvað annað.
Stebbi: MAAAAAMMMAA!!!!

All day - every day!

Wednesday, November 08, 2006

Áttundindundi nóvember

Systir mín Sólskin á afmæli í dag. Sendi henni innilegar hamingjuóskir í tilefni þessi :) :)

Staðan í dag er þess:

Fjármál: skelfileg... bara skelfileg. Er fegin að debetkortið mitt er tilkynnt týnt!

Heilsa: Nokkuð góð, nokkuð góð.

Ástand heimilis: þokkalegt, þarf samt að taka til í dag :( Er siðferðislega rangt hneppa fólk í þrældóm við tiltektir? Er það...? ok þá. Hm.. og uppþvottavélin mín er biluð. Ég verð víst að fara að drullast til að hringja í ELKO. Best að gera það strax á eftir.

Gleði dagsins so far: .......... er klisja að segja "heitur kaffibolli"?

Ráðgáta dagsins: Hvar er límbandið sem ég pantaði fyrir viku og er "alltaf á leiðinni"?? Ég meina... Plastprent er hinum megin við götuna. Hefur sennilega farið hinn hringinn og er statt í Varmahlíð?

Útlit: ég er komin á þá stöðu að ég er svo hvít að fólk spyr hvort ég sé lasin. Damn... hví þurfti ég að fæðast svo hvít? Af hverju var ekki amma mín Suðuramerísk? Ég tími ekki að fara í ljós og þar að auki er það óhollt !!!

Ástand á sonum: þeir eru himinlifandi yfir "snjónum" sem var úti þegar þeir vöknuðu í morgun. Stundum eru börn bara soldið vitlaus, er það ekki?

Ástand geðheilsu: ég er hálfpirruð í dag en það er bara af því að ég mætti korteri of seint í vinnuna (ekki mér að kenna!!). Er búin að nota frasa eins og "VAKNA!!" og "hvað er MÁLIÐ hérna??" á starfsfólk í morgun. En svo man ég að ég er manneskja sem er "in full control" tilfinningalega og þá brosi ég eins og asni til fólksins sem ég var að skamma. Það heldur að ég sé rugluð! (sem ég er vissulega ekki)

That about says it all. Að öðru leiti er bara allt það besta að frétta. Farið vel með ykkur í dag.

Tuesday, November 07, 2006

help, my brain is melting!

Ég svaf lítið í nótt og þ.a.l. er ég búin að vera hálfdofin í allan dag. Sat áðan með símann minn í hendinni og talaði við samstarfsmann. Síminn fór að hringja og titra. Ég hélt áfram að tala við samstarfsmanninn. Og hélt því svo meira áfram. Þegar síminn var hættur að hringja spurði samstarfsfélaginn: "var einhver leiðinlegur að hringja? Af hverju svaraðiru ekki?". Ég bara einfaldlega fattaði ekki að síminn var að hringja!! Ég hlýt að vera með svona svakalega automatískan blocker á heilanum.


Í gær eldaði ég pítur fyrir mig og synina. Þegar kjötið var steikt, grænmetið skorið og pítubrauðin orðin bústin og sælleg í ofninum... þá sá ég að ég átti enga pítusósu. Skil þetta ekki ennþá því að ég var viss um að ég ætti sósu. Hljóp útí búð, fraus á sál og líkama (þó aðallega líkama) og keypti sósuhelvítið. Brauðin voru orðin eins og tvíbökur og synirnir skriðu í átt að matarborðinu, nær dauða en lífi af einskæru hungri. Reyndar er það daglegt... þeir eru alltaf svangir.

Hins vegar átti ég 3 hamborgarasósuflöskur. Svona er lífið oft í litlu jafnvægi sko.

Monday, November 06, 2006

Eitt og annað og svo annað...

Til hamingju með daginn, Stebbi og Steini!

Synir mínir eru semsagt orðnir átta og sex ára. Veisluhöld fóru að mestu stórslysalaust fram, synirnir fengu frábærar gjafir og allir sáttir.

Svo glöddu þeir mömmu sína gríðarlega mikið með því að fá hreint út sagt frábærar umsagnir frá kennurunum sínum á foreldradaginn og mjög góðar einkunnir. Stefán heldur áfram að skrifa sögur og nota sýna einstöku frásagnarhæfni við hvert tækifæri... hvort sem það á við eður ei. Hann er með einstakan orðaforða og hrósar öllum við hvert tækifæri.

Steini er í lestrarhópnum sem er duglegastur, reiknar eins og tölva (takk Bogi blýantur) og er sérstaklega kurteis og hjálpsamur við bekkjarfélaga sína. Hann er þó ekki sá duglegasti í bekknum að sitja kyrr og einbeita sér til lengdar en það er víst ekkert til að hafa áhyggjur af að svo stöddu. Aha, þá er ég búin að monta mig og halda lofræðu um syni mína! Mömmur mega það stundum :) Og svona til að vega upp á móti montinu- þá geta þeir verið bölvaðir óþekktarormar eins og strákum á þessum aldri hættir til að vera. Þó virðast þeir sitja á sér í skólanum (ennþá) og vonandi næ ég að draga þá skammlaust í gegnum skólaárið.

Svo ég blaðri nú meira um syni mína þá er ég ennþá með þá í training í húsverkum. Jamm, ég skal hunnndur heita ef að synir mínir fara gjörsamlega ósjálfbjarga úr minni umsjá.

Sumir myndu kalla þetta barnaþrælkun en þar sem þeir eru mjög viljugir að hjálpa til ennþá... þá er samviska mín hrein sem mjöll! Þeir hafa gott af smá ábyrgð. Í kringum 10 ára aldurinn geta þeir svo flutt í sýna eigin íbúð og séð um sig sjálfir!!! (hugsanlega um 11 ára aldur)

Svo við snúum okkur nú að öðru....

Lífið gengur bara nokkuð vel fyrir utan það AÐ ÉG HATA ÞENNAN KULDA OG MYRKUR!!! Mér er KALT og það er DIMMT. Ég er farin að hlakka til mánaðarmóta þegar að fólk tekur sig til og verður perubrjálað og jólaskreytingageðveikt og lífgar uppá þennan drunga. Hvað getur maður annað sagt á mánudegi í niðamyrkri??

Helgin var fín. Þar sem veðrið var skelfilega leiðinlegt þá gat maður samviskubitslaust hangið inni, hálfur undir sæng, í tölvu eða glápa á TV. Og svoleiðis helgar eru nauðsynlegar af og til. Stressið sem fylgir vinnunni safnast uppí mér eins og þrumuský og ég næ að losa mig við það svona.

Jæja, takmark dagsins er að blogga daglega alla þessa viku. Og finna upp uppskrift að graut sem gerir fólk ósýnilegt. Annað er það ekki. Þangað til á morgun....

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com