Saturday, January 26, 2008

Nýja árið og gamla árið



Einhverra hluta vegna þá er ótrúleg ró heima hjá mér. Gæti hugsanlega tengst því að við fullorðna fólkið erum bara tvö ein heima eins og er og ég er sú eina sem er vakandi :) Verð eiginlega að segja að þögnin er hálfscary.

Árið 2008 hefur farið rólega af stað í mínu lífi og mér finnst ótrúlegt að janúar sé að verða búinn. Það sem af er þessu ári hefur verið skammarlega viðburðarlaust. Veit ekki hvort um sé að kenna "mild" skammdegisþunglyndi en í stuttu máli hefur mér fundist best að sofa bara sem allra mest það sem af er ári. Eiginlega er tímanum sem ég er vakandi frekar illa varið, þar sem ég gæti hugsanlega verið sofandi!!! En því tímabili er sem betur fer lokið. Veit ekki hvort um uppsafnaða þreytu var að ræða eða hvað... En hei... I'm back in buissness!

Árið 2007 var yfir heildina þrælfínt ár. Ég náði að gera nokkra hluti sem hljóta að teljast til afreka hjá vitleysingi eins og mér. Þar ber að nefna (í engri sérstakri röð):

* Skipti um starf og er nú í rólegra, streitulausara starfi. Eða... ég tek til baka þetta með streituleysið. Segjum að nýja starfið sé frekar líkamlega auðveldara :D
* Fór TVISVAR til útlanda. Fyrst í mína langþráðu sólarlandaafslöppunarferð sem að stóðst allar væntingar og svo smá skrepperí til Köben sem átti ekkert skylt við afslöppun :)
* Trúlofaðist kærastanum! Þrátt fyrir yfirlýsingar fyrri ára. Er ég að þroskast? Allavega fannst mér þetta mjög eðlileg þróun fyrir sambandið sem hlýtur að þýða að maður er að gera eitthvað rétt í lífinu. Sko mig!
* Hélt á.. ekki bara einni... heldur TVEIMUR kyrkislöngum í einu. Og já, þær voru lifandi. Og já... þær hreyfðust á meðan ég hélt á þeim. Og já... ég var pínu hrædd.
* Stakk peningaseðli í strenginn hjá gríðarlega heillandi magadansmær. Hún endaði reyndar með því að pranga uppá mig DVD disk með dansatriðum sem ég skal viðurkenna að hafa aldrei horft á.
* Varð "sambýliskona". Kærastinn flutti til mín. Ég er fullorðin núna :D
* Gaf 35 ára kærastanum mínum dúkkur í jólagjöf!
* smakkaði besta White Russian EVER. Ef að ég hefði verið mikið lengur í Búlgaríu hefði ég orðið áfengissjúklingur. Yumm!
* Varð meðeigandi af ofvöxnu sjónvarpi, ofvöxnum ísskáp og "trough the roof" heimabíókerfi! Þarf aldrei að hreyfa mig úr sófanum aftur. Jei!

Svona! Læt þetta duga sem yfirlit ársins. Reyndar "afrekaði" ég það líka að bæta á mig 5 kilóum! En það stendur allt til bóta og gengur bara vel og eðlilega fyrir sig :D

Uhh... var að fatta að þetta með dúkkurnar sem ég gaf kallinum í jólagjöf gæti eitthvað misskilist. Ég gaf honum sko... Kissdúkkur. Svona safnaradæmi frá 1978. Ekki semsagt einhverjar vafasamar dúkkur... ehh já.

Núna ætla ég að fara í smá gönguferð í góða veðrinu. Kannski týnist ég í snjóskafli, kannski ekki.

Knús og kossar á línuna!

Sunday, January 20, 2008

Dundað sér á sunnudegi...

Búin að vera að leika mér á síðu sem heitir
http://www.myheritage.com/FP/Company/tryFaceRecognition.php

Þessi síða þykist finna hvaða selebbum maður líkist mest á tiltekinni mynd.

Hérna er árangurinn :)



Og hérna er svo önnur niðurstaða....



Þetta er mjög fyndið! Og taktu eftir því minn kæri sambýlismaður, að hvergi er mér líkt við Jodie Foster. En vá... ég hefði orðið fúl ef að Danny DeVito hefði komið sem match :D

Prófiði, þetta er gaman þó að því miður sé þetta bullshit út í gegn ;) !
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com