Sunday, May 28, 2006

Kosningahelgi



Gaman að veðrið sé loksins að taka við sér á ný. Glampandi sólskin í allan dag. Synir mínir settu algjört met í útiveru og eyddu hvorki meira né minna en 9 klukkustundum úti að leika sér. Komu reyndar einu sinni og fengu sér brauðsneið á algjörri hraðferð :) Það voru líka tveir þreyttir gaurar sem lögðust niður áðan og sofnuðu á innan við 10 sek.

Kosningarnar fóru ekki alveg eins og maður hefði átt von á. Reykjavík greinilega ekki þreyttari á "R-lista" stjórnun en þetta. Algjört klúður hjá D-lista að setja þetta dauðyfli hann Vilhjálm í fyrsta sæti hjá sér, lítið skárri en Björn Bjarna. Ég væri fyrir mitt leiti alveg til að sjá borgina í nýjum höndum, fá nýtt blóð og nýjar áherslur.

Vann á laugardaginn sem sleit enn og aftur í sundur helgina og er að auki búin að hafa hálsbólgu síðan á föstudag. En þess fyrir utan hafði ég það bara gott :)

Laterz ;)

Friday, May 19, 2006

Sjitt lítið af hverju!

Eurovision

Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er fegin Evu Ágústu vegna að hún þarf ekki að vera Silvía lengur í Grikklandi :) Þetta hlýtur að hafa tekið á taugarnar. Við eigum allavega eftir að muna eftir þessu framlagi Íslands í Eurovision (eða Varsjársöngvakeppninni eins og einhver sagði) í framtíðinni :) I rest my case. Áfram Lordi!

Árshátíð

Við komumst á árshátíðina síðustu helgi. Við vorum skammarlega róleg... eða skynsamlega róleg. Man ekki hvort. Óheppnin sem elti mig í aðdraganda þessarar árshátíðar var bara það mikil að ég átti von á að fá flygil í hausinn á hverri stundu. Hafið þið t.d. misst lyklakippuna ykkar oní póstkassann hjá nágranna ykkar nýlega? I did.

Helgin að koma :D

Afþví að ég var skynsamlega rólega síðustu helgi þá ætla ég að vera syndsamlega óróleg þessa helgi! Eða kannski ekki. Ég segi þetta oft en svo ligg ég bara eins og pönnukaka út í horni heilu helgarnar. Pönnukaka segi ég. Ætla allavega að reyna að hafa það gott og hanga utan í Mr. Right. Hafið þið hangið utan í fólki í bókstaflegri merkingu? Það er surpricingly skemmtilegt.

Afmælisbaddn dagsins!

Til hamingju með afmælið elsku Mæja mín. Mæja er 35 í dag og því alveg að verða fullorðin, stelpan. Mæja... ákurru bakarðu ekki eins og eina köku handa Hönnu sinni? Hönnu langar í köku sem Mæja bakar. Hanna er góð. Mæja er líka góð. Hanna og Mæja róla.

Hmm... ég er kannski búin að vera að lesa of mikið í lestrarbókinni hans Þorsteins Óla.

Góða helgi, krúttin mín.

Friday, May 12, 2006

Tímavél óskast... má vera notuð.




Jæja gott fólk. Hér er mynd af yngri syni mínum. Hann var að "útskrifast" úr leikskóla á miðvikudaginn með viðhöfn. Á myndinni er hann að sýna voða fínt útsaumað útskriftarverk og segja frá því. Hann stóð sig með prýði eins og alltaf :)

Sumsé.... LITLA BARNIÐ mitt er að hætta í leikskóla í sumar og þið bara látið eins og ekkert sé! You crazy people! Mér finnast þetta vera gríðarleg tímamót og ég er ekki viss um að ég sé alveg að fíla þetta sko... eftir smá stund verða synir mínir orðnir 18 ára, sjálfráða og neita að þjóna móður sinni. Damn.

Hann er orðinn mjög spenntur að byrja í 1.bekk og lærir iðulega með bróður sínum á kvöldin. Hef ekki minnstu áhyggjur af því að hann muni ekki spjara sig í lærdóminum, þessi gutti.

Annars er allt gott að frétta. Ég og Úberdúdinn erum að fara á árshátið á morgun með vinnunni minni á Hótel Örk. Það er búið að ganga ótrúlega erfiðlega hjá okkur að fá pössun fyrir krakkaskarann okkar en það virðist vera komið í lag núna. Það hittist sjaldan þannig á hjá mér að enginn geti passað, mér líður hreinlega eins og okkur sé ekki ætlað að fara á þessa árshátíð. 7,9,13! En það verður cool að komast útúr bænum einn sólarhring og gleyma öllu hversdagslega ruglinu.

Hætt í bili - guð blessi ykkur, lömbin mín.

Saturday, May 06, 2006

Fram fram fylking, forðum okkur hættu frá!

Vá hvað er súrt að vinna á laugardögum. Það er svona pínu eins og að fá enga pakka á jólunum.

Öxlin á mér er með stæla þessa dagana, fór til sjúkraþjálfara á fimmtudaginn og fer aftur á þriðjudaginn. Sjúkraþjálfarinn sagði að ég mætti alls ekki reyna á öxlina þegar ég væri uppdópuð af verkjalyfjum! Hmm.... en... gera það ekki allir?

Veðrið er gott og sólin skín. Engin ástæða til annars en að vera hress og kátur (sem slátur) á svona dögum. Af hverju langar mig þá mest af öllu að kaupa mér hrúgu af nammi og lesa bók? Af hverju langar mig ekki að ganga á Esjuna og spila golf eins og venjulegu fólki? Eða snyrta garðinn með gulum hekk-klippum? Eða ganga um Elliðárdalinn í hnébuxum og flíspeysu? Ég er kannski svona skrýtin en hekk-klippur og hnébuxur valda mér ógleði í dag.... og reyndar flesta daga.

Fór í stórskrýtin ljós í gær. Var 7 mínútur í ljósabekknum sem er nú ekki langur tími. En á þessum 7 mínútum tókst mér að verða eldrauð á bringunni og bakinu. Reyndar kostur að fá sama árangur frá 7 mínútum eins og 20 mínútum annarsstaðar. Það er nebbilega stundum hálfleiðinlegt að liggja í ljósum. "Af hverju ferðu þá í ljós?" spyr þá einhver. Af því að ég er enn og aftur að segja aría litarhætti mínum stríð á hendur. Mér finnst leiðinlegt að vera mjallahvít þegar venjulegt fólk (sem er núna í golfi og í hnébuxum) er útitekið og sællegt. OG NEI! Ég get ekki fengið lit undir beru lofti... ég er með sólarexem og verð eins og flekkótt folald ef ég fer í beint sólarljós. Skemmtileg nýjung sem ég tók uppá fyrir tveimur árum... allt í einu er rígfullorðin konan farin að fá sólarexem... jei!

Best að halda áfram að vinna. Góða ferð á Esjuna og passiði ykkur á gulu hekk-klippunum ykkar. Þegar ég verð stór, þá ætla ég líka að labba á Esjuna.....

Wednesday, May 03, 2006

Likshg woe baoiogh?

Getið hvort þetta er alvöru tungumál eða ekki :D

Jæja, fann loksins hjá mér smá löngun til að laga commenta-kerfið... veit ekki alveg hvað var búið að gerast þarna í html-skjalinu en ég er búin að laga það allavega.... Og ég veit að það lesa talsvert margir þessa síðu á degi hverjum. Fyrir ykkur sem lesið... nota commentakerfið!! Þó að það sé ekki nema bara til þess að segja mér að þegja ;)

Todays specials:

Litur dagsins: Gulur afþví að það var sól í morgun

Orð dagsins: Kvart-tomma! (búin að tala við pípara í morgun)

Maður dagsins: ÉG! ÉG! ÉG!

Lag dagsins: Don´t Listen To The Radio með Vines

Fífl dagsins: ÉG! (fyrir að vakna aftur klukkutíma of snemma í morgun).

Foli dagsins: Mr. Joe... fyrir að vera foli auddað

Gleði dagsins: þegar ég fattaði að það er miðv.dagur en ekki þriðjudagur :D

Íþróttaafrek dagsins: Að bera pappakassa sem var næstum stærri en ég í gegnum hálft fyrirtækið (Hetja, hetja, hetja!).


Ég er farin að fá mér kaffi fyrst þið ætlið að láta svona!

Tuesday, May 02, 2006

Nei, ekki barnalegt - bara gaman...


Veldu mánuðinn sem þú fæddist í:

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaði á

Veldu núna afmælisdaginn þinn:

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Rauðlauk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskipting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu þriðja stafinn í (eftir)nafninu þínu:

A- Af því að ég elska súkkulaði
B- Af því að mér leiddist
C- Af því að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að raddirnar sögðu mér það
E- Af því að hjartað mitt er tvemur nr. of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Af því mér finnst egg góð
H- Af því að ég tók einhverja töflu
I- Af því ég missteig mig
J- Af því ég er með vörtu
K- Af því að ég var alin/n upp við Teletubbies
L- Af því að ég var skökk/skakkur
M- Af því ég var full/ur
N- Af því að mamma sagði mér að gera það
O- Af því ég er hýr
P- Því ér er einmana
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska aðrar dýrategundir
Ö- Því ég er að safna rassahárum

Ég stakk hús afþví að ég tók einhverja töflu! Híhíhí...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com