Monday, November 26, 2007

Crazy crazy days...



Vá. Flutningar. EKKI í uppáhaldi! Reyndar höfum við staðið í meiru en flutningum þar sem við tókum alla íbúðina mína í gegn "í leiðinni". Hef afrekað að grisja eigur mínar um a.m.k. helming sem er alltaf gott enda ekki gert almennilegan skurk í því í mörg ár. Erum búin að fá ómetanlega hjálp frá foreldrum hans Jóa við málningarvinnu og skipulagsbreytingar. Ótrúlega hjálpsamt og duglegt fólk :)

Svona tiltekt fylgir alltaf smá svona "trip down memory lane". Maður fer í gegnum hluti og pappíra frá annari öld (Já, tók geymsluna mína semsagt í gegn líka). Myndir úr grunnskóla, skóladagbækur frá Laugaskóla, gestabók frá framhaldsskólaárunum, þunglyndislegt krass frá 1997, bæklingur á borð við "barn í vændum" frá 1998 og fleira í þeim dúr. En vááááá, hvað ég var dugleg að henda!! Ég er "minningafrík" og á erfitt með að henda hlutum sem hafa snefil af tilfinningalegu gildi.

En come on... heilu pappakassarnir af drasli?? Anyway... grisjaði þetta samviskusamlega með það fyrir augum að það sem væri vert að muna eftir myndi lifa í minningunni... án þess að hafa pappakassa af drasli til að minna á sig.

Flutningum er að verða lokið. Gengur hægt þessa dagana enda erum við að vinna allan daginn og svo þarf víst að sinna þessum krakkavitleysingum líka (er mér sagt). Nánast allt dótið hans Jóa er komið á sinn stað (hann á mikið af dóti) og núna eigum við "bara" eftir að ná í eldhúsdótið. Sennilega tökum við nokkrar lotur í glímu til að finna út hverju á að henda og hverju á að halda. En það fylgir víst sameiningu tveggja heimila. Milljón pottar, þrjúþúsund diskar, tveir örbylgjuofnar, 3 kaffivélar...Vantar einhverjum eldhúsdót?!?!

Tókum svo létt kaupflipp í síðustu viku. Keyptum sjónvarp, heimabíó, þurrkara og ísskáp. Við erum ekki íslendingar fyrir ekki neitt sko. En þetta eru allt súpergræjur... fyrir utan þurrkarann... hann er bilaður... já... strax bilaður. Enda keyptum við þann ódýrasta í búðinni (kostaði samt 60 þús!), hundleiðinlegt að kaupa sér þurrkara... svona svolítið eins og að kaupa sér klósett. Nauðsynlegt en leiðinlegt. Pabbi kom svo í gær og tengdi vatn í ísskápinn þannig að ég get fengið mér klaka í vatnið mitt. Mmmmm.... klakar!

En það sér allavega fyrir endann á þessu. Nokkrir pappakassar í viðbót og málið er dautt.

Læt þetta duga í bili, þakka þeim sem lesa...blogga aftur fljótlega ef ég lendi ekki undir pappakassa.

Monday, November 12, 2007

Köben, afmæli yngri ungans, upprisa hornsins og eigið líf

Köben var fín. Stutt ferð en fín. Verslað. Borðað. Verslað. Drukkið kaffi.Verslað. Í raun og veru er Köben bara svona eins og Rvk. Verð er svipað og veðrið m.a.s. svipað. Danmörk eru ekki svona útlönd í þeirri merkingu!

Steini minn, yngri unginn minn, varð sjö ára þann 31.okt. Ég hélt bekkjarafmæli þeirra bræðra tvö kvöld í röð. Ég verð að segja að ég er ofsalega fegin að það er ár í næstu afmæli ;)

Synir mínir eru búnir að vera erfiðir við mig undanfarið þ.e.a.s. þeir heyra ekki alveg hvað mamma þeirra er að biðja þá um. Ég verð að segja alveg eins og er að ég kann illa að díla við svona. Ég hef alltaf náð góðu sambandi við þá þó að þeir hafi farið í gegnum sín "feis". Sat heillengi í gærkvöldi og ræddi við þá og fannst ég loksins í fyrsta skipti í nokkrar vikur ná til þeirra. Kannski er ég bara að ofdekra þessi litlu dýr mín í staðinn fyrir að láta þá vinna svolítið fyrir hlutunum. Við ákváðum í sameiningu að sem refsingu fyrir óhlýðni undanfarna daga myndi ég taka af þeim bassann og gítarinn í mánuð. Vona svo sannarlega að þessu "feisi" fari að ljúka, það er ótrúlega orkusjúgandi að þurfa að segja sama hlutinn billjón sinnum.

Í þessari viku erum við Jói að byrja framkvæmdir á íbúðinni minni. Og reyndar tengdó líka. Þau eru ótrúlega hjálpsamar og aktívar manneskjur og ég er mjög þakklát fyrir það. Manni veitir ekki af smá "bústi" af og til. Reyndar eru þetta ekkert stórar framkvæmdir (þannig lagað séð) og við vonumst til að geta klárað þessa flutninga og allt um helgina. Eitthvað segir mér að þetta verði ansi busy vika en svo vonandi er þetta líka bara búið í bili!

Þangað til næst...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com