Wednesday, January 31, 2007

Út úr myrkviðum janúar

Hví þarf árið að byrja á janúar??

Þessi mánuður er ekkert búinn að vera sá besti hingað til. Ég náði mér í væna slummu af skammdegisdoða og svaf nánast frá mér þennan mánuð. Þ.e. ég komst í það ágæta "mode" að sofna hvar og hvenær sem var. Bjarndýrin leggjast í dvala... ég sef. Svoleiðis er það.

Þessi mánuður er heldur ekki búinn að vera sá versti. Staðreyndin er bara sú að fólk er leiðinlegra í janúar en aðra mánuði (ritari meðtalinn). There you have it!

Heyrði í útvarpinu um daginn athyglisverðan punkt. Þar sem maðurinn er upprunninn í sólríkri Afríku þá á fólk sem býr á norðuhveli jarðar ekki jafn auðvelt með að funkera þessa dimmustu mánuði ársins og ella. Áður fyrr gerðum við ráð fyrir þessu, hægðum á okkur þessa mánuði, sváfum lengur (enda svosem ekkert hægt að vera úti að slá gras!) og létum þessa mánuði líða í rólegheitum.

En núna ætlumst við til að hugur og líkami virki alveg jafn vel alla mánuði ársins. But it doesn't!! Við erum ekki hönnuð fyrir þetta endalausa myrkur. Og ekki þennan kulda heldur. Þá værum við með feld. Já. Og... værum ekki svona leiðinleg í janúar heldur.

Speaking of sun...

Ég er að fara út í sumar. Jábbs. Ákveðið. Pantað. Bókað. Frágengið. Loksins. Ég og betri helmingurinn minn ætlum til Golden Sands í Búlgariu í ágúst að chilla. Hlakka geðveikt til :) :D :) Í Búlgaríu ku vera gríðarlega fallegt og ekki of túristavætt ennþá. Og roooosalega falleg löng hvít strönd við blátt haf. Þarf ekki meir :)

Say whut?

Ég er ekki að fatta íslenska kerfið stundum. Þið munið kannski eftir "stóra DC málinu" þar sem lögreglan fór heim til 10 manns, handtók þá og tók allt tölvutengt til rannsóknar. Eins og fólk átti bágt með að skilja at the time, þá var þetta útaf skráarskiptum (e. download/upload).

Kærastinn minn var einn af þessum tíu. Í september 2004 átti þetta sér stað. Í janúar 2007 er hann kallaður í skýrslutöku. Löggan virðist vera hálf lost hvernig hún á að snúa sér í þessu máli. Enn hefur engum tölvubúnaði verið skilað. Þarna er ég ekki að tala aðeins um harða diska heldur ALLT. Skjáir, lyklaborð, mýs, snúrur, geisladiskar... allt.

Þarna var á ferð lokaður "hub" einstaklinga sem skiptust á skrám. Þar sem ég var einn af stjórnendum gamla góða Deilis.is þá veit ég að tugþúsundir Íslendinga stunda þetta grimmt. Það er staðreynd og um það verður ekki deilt.

Þessir óheppnu 10 aðilar voru ekkert verri en hver annar í þessum málum. Dreifðu pottþétt minna af efni og meðal færri aðila. Engir peningar, sala eða ágóði var í gangi þarna frekar en hjá öðrum sem downloada. Þeir voru rangir menn á röngum tíma (og jafnvel í vitlausu húsi).

Smáís ( Samtök Myndrétthafa á Íslandi) stóðu fyrir þessari kæru, sáu um að koma tálbeitu inná þennan höbb, söfnuðu saman upplýsingum (jafnvel persónulegum) og skelltu svo á borð hjá RLS.

Tálbeitan sem notuð var dreifði langmest af efninu. Það er nefnilega ekki ólöglegt að downloada, heldur bara uploada (samkv. lögum 2004). Vissuð þið það? Og afhverju er allt í lagi að nota tálbeitu allt í einu?

Málið er bara það, að það er enginn að tapa á downloadi. Kærastinn minn á stærsta geisladiskasafn af öllum sem ég þekki, við förum í bíó, kaupum áskrift af stöð2, við kaupum DVD og ég m.a.s. leigi ónýta DVD diska úti á vídíóleigu! Allar sölutölur eru UPP.

Hver er þá að tapa? Ég get ekki svarað svo sem fyrir einhverja unglingsvitleysinga but then again... það eru ekki þeir sem er frumneytendur á þessum markaði. Og markaði btw sem tekur fólk í þurrt ra**gatið á hverjum degi.

Ég hata fordómana í kringum þetta. Ég þoli ekki fólk sem segir "þetta er þjófnaður!!!" þegar ALLIR brjóta höfundarétt nánast daglega. Allavega þekki ég ósköp fáa sem ekki hafa náð sér í tónlist eða annað á Netinu.

Hversu margir eru með löglegt Windows, hversu margir eru með löglegan Office-pakka? Hver hefur ekki tekið geisladisk upp á kassettu og gefið vini sínum? Þetta er allt sami "glæpurinn". Og ég þoli ekki hræsnina í fólki sem að finnst þessir tíu aðilar sem voru handteknir 2004 eitthvað verri en þeir sjálfir.

Jæja, nóg um þetta. Það mun koma í ljós fljótlega hvort hægt sé að ákæra í þessu máli og vonandi sér fólk sóma sinn í því að líta sér nær þegar þetta fer í umræðunna aftur.

Grein eftir hinn handtekna kærasta má lesa hér : http://www.netfrelsi.is/gamalt/2006/09/u_varst_handtek.php


And the rest....

Öllum líður vel. Synir mínir eru súperduglegir í skólanum og sá yngri orðinn algjörlega fluglæs. Þeir rífast óvenjulítið þessa dagana móður sinni til mikillar ánægju. Þeir eru hjá pabba sínum núna þriðju hverju viku, þegar hann er á dagvakt.

Stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki með svona blandað forræði. Þegar ég er í eigingirniskasti og þegar ég ímynda mér að börnin mín hafi það alltaf best hjá mér, þá óska ég þess. En þetta er sennilega best svona. Börn þurfa jú föður sem sinnir þeim jafnmikið og hann getur.

Jólaskrautið mitt er samanpakkað við dyrnar. Ég skil ekki útaf hverju það fer ekki niður í geymslu. Það bara er þarna. Í næsta mánuði - febrúar - getur vel verið að ég fari með það niður. Mögulega...hugsanlega.

Segiði svo að ég bloggi aldrei, bitches! Luv and peace - over and out...

Wednesday, January 03, 2007

Nýtt ár

Tvöþúsundogsjö, herrar mínir og frúr. Oddatöluár, þau eru yfirleitt betri að mínu mati!

Núna er tíminn sem að allir kíkja smá inná við og skoða hvort eitthvað megi breytast til batnaðar. Allir ættu svosem að finna eitthvað sem má bæta í eigin fari og áramót eru ekkert verri tími en annar til að taka sjálfan sig smá í gegn. Áramótaheit er þetta víst kallað... þegar fólk heitir sjálfum sér og öðrum bót og betrun á einhverju sviði.

Ég strengdi áramótaheit... sem er að sjá til þess að aðrir framfylgi sínum áramótaheitum. Ég hef keypt mér písk, svipu og táragas. Auk þess hef ég útbúið lítið fangelsi fyrir þá sem springa á limminu.

Ég þarf ekki að strengja áramótaheit sjálf, þar sem að ég er óaðfinnanleg og fullkomin í alla staði....right...bæ.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com