Thursday, December 29, 2005

Gleðilega hátíð



Þá er hinu eiginlega jólabrjálæði lokið í þetta sinn. Þetta fór bara allt vel fram. Soldið öðruvísi en venjulega en samt bara fínt. Fékk fullt af flottum og góðum pökkum, alltaf jafn gaman :D

Er nú að bíða í eftirvæntingu eftir borðplötunni minni. Langar til að eignast heimili aftur. Hér er allt á öðrum endanum. T.d. er örbylgjuofninn minn hérna á gólfinu hjá mér og ég horfi á öll hnífapörin mín ef ég lít til hægri! Fúlt...

Kem til með að hugsa mig VEL um áður en ég breyti næst heima hjá mér :D

Vonandi hafið þið haft það gott elsku lesendur. Fariði varlega í raketturnar!

Tuesday, December 20, 2005

Jóla öppdeit


Jæja... hvernig gengur að undirbúa blessuð jólin? Mín staða er ekki góð en hefur trúlega verið verri samt. Here goes:

Jólagjafir keyptar: 5 og hálf :)

Jólagjafir sem á eftir að kaupa: 5 og hálf

Jólalög spiluð: ekkert af sjálfsdáðum nema Kósíheit par exelans. Semsagt eitt.

Bakstur: Piparkökur, kókoskökur og súkkulaðibitakökur. Sko mig!!

Jólakort skrifuð: Engin :( Er að reyna að finna tíma, gengur illa.

Eldhús kláruð fyrir jól: núll

Jólaföt keypt: strákar búnir, held að ég kaupi ekkert á mig sjálfa núna.

Jólasveinar séðir: Enginn ennþá :/

Hversu oft hefur jólaandinn dottið yfir mig: tvisvar - alls ekki nóg sko

Skreytingar: Hmm... það er ein ofvaxin ljósastjarna í stofuglugganum hjá mér. Annað ekki. Ekkert gaman að skreyta þegar allt er í rúst. Stefni samt á að bæta úr því á morgun!

Jólagjafir sem búið er að pakka inn: núll

Hmm... þetta er alls ekki viðunandi ástand! Verð að taka mig verulega á....

Saturday, December 17, 2005

Músík á laugardegi!

Til að auðvelda mér vinnuna í dag er ég með á playlista lög sem lýsa geðklofalegum tónlistarsmekk mínum:

Walk on - U2 "What you got, they can't steal it No, they can't even feel it " . Í gegnum tíðina hefur U2 verið mér mikil sáluhjálp með sínum einföldu "feel-good" lögum.

In Flames - System "I can't ignore the way you make me bleed. I hate when you throw my thoughts against the wall." Rokkarinn í mér elskar þetta lag útaf lífinu. Heilinn fer á flug og innbyrgir glaður 3:38 mínútur af geðveiki!

Gorillaz - Dare "Jump with them all and move it. Jump back and forth. And feel like you were there yourself." Ahhh... mig langar alltaf að dansa þegar ég heyri þetta lag. Held stundum að ég geri það m.a.s. ómeðvitað.

Here With Me - Dido "And I won't go, I won't sleep, I can't breathe... Until you're resting here with me " Hmm... mér finnst Dido lýsa því vel í þessu lagi hversu klikkaður maður verður þegar maður verður ástfanginn.

Kósíheit Par Exelans - Baggalútur "Smakka sósuna, því mér finnst hún í það þynnsta. Hún þarf korter enn í það allra minnsta." Fun, fun, fun! Örvæntingarfull tilraun til að komast í jólaskap!

Echo In My Heart - DJ X "I heard you call. I heard it all. I watched you fall. I couldn't do anything at all..." Þessi texti fær hjartað til að kippast við...

Thoughless - Korn "All of my hate cannot be bound - I will not be drowned by your thoughtless scheming". Ég hef oft hlustað á þetta lag þegar ég þarf útrás. Ljótur texti um ljóta hluti sem maður gerir við fólk sem maður hatar.... í þeim tilfellum að maður myndi hata einhvern... og vera sækó!

In the End - Linkin Park "I tried so hard and got so far, but in the end, it doesn't even matter". Soldið vonleysi eitthvað... en er alltaf soldill sucker fyrir þessu lagi.

With or Without You - U2 "Through the storm we reach the shore. You give it all but I want more. And I'm waiting for you". Knús til U2 fyrir þetta lag. Yndislegt feelgood lag :)

Chop Suey - SOAD "why have you forsaken me, in your eyes forsaken me, in your thoughts forsaken me, in your heart forsaken me?" Bara snilld. Hef hlustað á þetta lag milljón sinnum og er ekkert að fá leið á því.

Stundum veit ég ekki hvernig ég myndi meika daginn án tónlistar :)

Thursday, December 15, 2005

Stopp í bili!



Jæja, þá eru komnar hurðir og allar framhliðar. Múrarinn kom í fyrradag og tók mót fyrir borðplötu. Hann gleymdi reyndar að gera ráð fyrir helluborðinu mínu þannig að hann þarf að koma aftur og taka mál af því. Eða taka helluborðið! Í kvöld þarf ég að grilla kvöldmatinn fyrir mig og synina. Það er fínt mar. Góð tilbreyting við eldamennskuna ;)

Ég er ennþá í basli með hvað ég á að setja á milli skápanna. Eins og sjá má er veggurinn ekki mjög kræsilegur á að líta og pirrar mig ósegjanlega!

Núna ætla ég að reyna að taka aðeins til og jafnvel reyna að skrúfa forstofuskápinn minn saman. Það getur varla verið meira vesen en að festa saman hornskáp. Gæti hins vegar orðið vesen að lyfta honum og færa til :/

En þetta er samt allt að koma og verður vonandi komið í þokkalegt horf eftir viku :)

Tuesday, December 13, 2005

Skápar komnir....


Í dag er ég búin að vera að skrúfa upp skápa- höldur og skúffu- höldur. Verð að segja að ég er ekkert sérstaklega öflugur iðnaðarmaður. Það er erfitt að skrúfa svona upp fyrir sig, sérstaklega þegar maður þarf að halda með skrúfjárni öðrumeginn og borvél hinumeginn!!!!

Ef þið eruð að spá hvað er á veggnum milli skápana, þá er þetta lím!! Og nei, ég veit ekki hvað ég á að gera til að losa það!

Múrarinn er á leiðinni til að taka mál af borðplötunni sem hann ætlar að steypa. Það getur tekið uppundir viku að gera það - veit ekki hvort ég get beðið svo lengi! Er búin að bíða svo lengi eftir þessu eldhúsi að hver mínúta skiptir máli núna!

Anyway - þetta er staðan í dag.

Kveðja frá Hönnu smið.

Sunday, December 11, 2005

Núverandi ástand!


Í dag verð ég að segja að ég er þreytt. Mér finnst eins og íbúðin mín verði aldrei aldrei aldrei íbúðarhæf aftur!!

Saturday, December 10, 2005

Eldhús farið....


Iðnaðarmaðurinn í mér fékk að láta ljós sitt skína í gær þegar kom að niðurrifi á gömlu eldhúsinnréttingunni minni. Allur skrokkurinn á mér er hálfónýtur en þessu þurfum við iðnaðarmenn víst að venjast :)

Núna er eldhúsið mitt tómt! Nýja innréttingin kom í gærkvöld og ofvirki smiðurinn minn er á leiðinni núna að byrja að setja hana saman! Sá smiður fer ekki eftir lögmálum okkar iðnaðarmanna varðandi seinagang og frestanir. Hann er í raun alveg andstæðan við það.

Vonandi gengur þetta vel í dag og vonandi vantar ekki mikið í sendinguna sem ég fékk í gær frá IKEA. Hef heyrt að það sé soldið algengt!

Mun taka fleiri myndir af ferlinu - stay tuned, folks!

Friday, December 09, 2005

Skrið á hlutina!


Jæja, þá hef ég ákveðið að gerst iðnaðarmaður eina helgi eða svo. Fæ nýju eldhúsinnréttinguna mín senda í kvöld og því verð ég (með smá hjálp reyndar) að rífa hina niður núna á eftir. Fékk afa sona minna til að vera nýi smiðurinn minn þar sem að hinn smiðurinn er í verkefnum upp fyrir haus þessa dagana. Til þess að vera iðnaðarmaður þarf maður samt að tileinka sér ákveðna hluti sem eru:

1. Aldrei standa við tímaáætlanir.
2. Vera í alltof litlum buxum svo að rassaskoran standi uppúr.
3. Fara oft og mikið og lengi í kaffi.
4. Gleyma verkfærum útum allt.
5. Beygja sig óþarflega mikið svo að saklaust fólk sjái rassaskoruna.

Ég held að ég ætti að ráða við flest af þessu!!

Bendi þeim á það sem ekki hafa náð sér í jólaskapið að hlusta á þetta lag með Baggalúti . Þráinn gamli hundur og félagi leggur þeim Baggalútum lið þarna og spilar á gítar.

Annars er allt gott að frétta fyrir utan það að mamma mín er búin að vera á spítala í tæpa viku útaf bráðabrisbólgu :( Hún er nú samt á batavegi og verður vonandi orðin söm við sig sem fyrst. Pabbi tók sig líka til og handleggsbraut sig sama dag og hún fór á spítalann. Gæfulegt þetta fólk - vita þau ekki að jólin eru að koma og nóg að gera?! ;)

Untill next time, babes

Friday, December 02, 2005

Rude Awakening

Vá, mar. Svaf svona svakalega yfir mig í morgun. Þeir sem mig þekkja vita að þetta eyðileggur alveg heilu dagana fyrir mér. Ég er svona týpa sem sef ekki oft yfir mig. Yfirleitt hrekk ég á fætur rétt áður en ég er að verða of sein. Ennnn ekki í dag. Var vakin með símtali kl. 8:10 á mikilvægasta vinnudegi vikunnar! Og auðvitað þurfti ég að skafa allan helv. bílinn þar sem að var ekki með hann inni í nótt. Var samt komin í vinnu 8:30

Ætla að reyna að hvíla mig um helgina. Er reyndar boðin í mat annað kvöld uppá Akranesi. Afhverju getur fólk bara ekki búið í Reykjavík?!? En það verður eflaust fínt að skreppa í smá bíltúr. Langar til að byrja að vinna í eldhúsinu mínu - svona aðeins allavega. Er búin að vera að drepast í baki núna í nokkra daga, kannski ég ætti bara að reyna að hvíla bakið fyrir næstu viku.

Síðustu helgi tóku flestir Reykvíkingar sig til og skreyttu híbýli sín að innan sem utan. Mikið lífgar það nú uppá myrkrið á þessum árstíma. Sjálf er ég ekki búin að skreyta neitt en stefni á að byrja á því um helgina. Synir mínir bíða spenntir eftir jólaskrautinu heima hjá sér :) Vona að ég finni það með góðu móti niður í geymslu. Ég hef nefnilega einhvern grunaðan um að brjótast alltaf inní geymsluna mína af og til og rusla allt út... hlýtur að vera. Eina skýringin á óreiðunni þarna niðri, er það ekki?!

Jæja er farin að tína hnetur - later
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com