Monday, August 29, 2005

Veikindi og fjör!

Fékk einhverja magapest í síðustu viku. Var því heima á fimmtudag og föstudag. Var svo miklu betri um helgina en núna á mánudagsmorgni er ég aftur að drepast í maganum. Niðurstaða : ég er með ofnæmi fyrir vinnunni minni!!

Vaknaði 6:20 í morgun til að koma gaurunum mínum af stað í skóla og leikskóla. Sé að ég má ekki vakna mínútu seinna til að þetta gangi allt saman upp. Þeir eru báðir orðnir kvefaðir og hóstuðu hvor í kapp við hinn í morgun! "Það er eitthvað fast innan í hálsinum á mér" sagði Þorsteinn Óli. Niðurstaða: þeir eru að fá flensu!

Me and Mr. Joe fórum í matarboð á laugardagskvöldið. Fengum svakalega góðan mat, bjór og hvítvín :) Endurupplifðum svo hluta af Live-Aid tónleikunum frá '85 á dvd. Frábært að sjá þetta svona 20 árum seinna. Man nú ekki mikið eftir þessum tónleikum þegar þeir voru á sínum tíma, en man þó nokkur atriði t.d. Duran Duran, skrýtið að muna það sem gerðist fyrir 20 árum. Niðurstaða : ég er orðin gömul.

Jæja, best að segja vinnuofnæminu stríð á hendur og viiinnna!!

Wednesday, August 24, 2005

Haust?

Er komið haust? Mjög þesslegt í morgun; kalt, heiðskýrt og sólin lágt á lofti. Vá, hvað þetta sumar varð aldrei sumar, einhvern veginn!

En björtu hliðarnar eru þó þessar:

1. Það er farið að dimma aftur á kvöldin sem mér finnst jákvætt. Upp með kertin, fólk!
2. Skólarnir eru að byrja svo að lífið fer aftur í sama gamla, góða normið.
3. Fólk hérna í vinnunni hættir að fara í sumarfrí í tíma og ótíma.
4. Haust er uppáhalds-árstíðin mín. Allt svo fallegt á haustin :)

Ég sé alltaf meira og meira eftir því að hafa eytt út gamla blogginu mínu. Tveggja ára dagbók bara farin. En það þýðir lítið að syrgja það, stefni bara að því að gera þá þetta blogg þeim mun virkara ;)

Á stefnuskránni er að eiga rólegt, kósí kvöld og fara snemma að sofa. Einhver haustþreyta í mér, held ég.

Monday, August 22, 2005

Orðin stór!

Ég er orðin tuttuguogníu ára :) Síðasta árið sem ég verð tuttuguogeitthvað :) Annars get ég ekki sagt að ég finni mikið fyrir hinum margumtöluðu aldurskomplexum en það gæti komið á næsta ári, er það ekki? :D Vona ekki. Mín skoðun er sú að þrjátíuogeitthvað er heldur ekki mikill aldur... og eins er aldur svo afstæður eins og allir vita. Ef ég hefði val um hvort ég vildi verða tuttuguogeins aftur... þá yrði svarið NEI! Lífið er mun skemmtilegra núna :)

Annars átti ég frábæran afmælisdag. Gaurinn minn bauð mér bæði í hádegis og kvöldmat og ég fékk æðislega pakka. Mæli eindregið með veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri þar sem ég overdósaði á ógeðslega góðum humar.

Stebbi minn er að byrja aftur í skólanum og allt er að fara í normal horf aftur, thank god. Pabbi strákanna minna er reyndar að fara í þriggja mánaða nám í USA þannig að ég verð "fulltime mom" næstu mánuði. En maður ætti nú að klóra sig framúr því :)

Ekki kíkti ég neitt á Menningarnótt enda löngunin ekki til staðar. Fæ vægan viðbjóðshroll við að lesa fréttir eins og þessa. Sérstaklega þótti mér þessi setning athyglisverð: ""Þá tekur við annar bragur sem við viljum alveg slíta úr tengslum við hátíð menningarnætur," segir Geir Jón en mikil drykkja og læti voru í bænum um nóttina og mun meiri en í fyrra. "Það var nóg að gera að taka á því," segir Geir Jón, sem telur að rigning og kuldi kunni að hafa spilað þar inn í." Rigning og kuldi já... mmmm, spennandi!

Untill next time, babes!

Friday, August 19, 2005

Föstudagur, kökur og brjálæði!

Víííí!! Föstudagur! Loksins loksins!

Og já.. ég kom úr fríi á þriðjudaginn. Og já... ég er með massívan vinnuleiða. Og jájájá... ég er þreytt!

Hérna í vinnunni er búið að vera brjálað að gera. Kosturinn við það er að tíminn líður hratt, ókosturinn hins vegar sá að orkukvóti dagsins er uppurinn. Fékk reyndar orku-boost í hádeginu, fullt af kökum. Reyndar hefur kökuátið orsakað hálfgerða ógleði síðan í hádeginu enda eru kökurnar frá Mosfellsbakarí ótrúlega góðar, þannig maður étur kannski meira af þeim en manni er hollt.

Bakið á mér hefur verið að gefa sig smátt og smátt undanfarna daga. Veit ekki hvað er í gangi. Hugsanlega er slæm vinnuaðstaða við tölvuna heima málið. Ekki þar fyrir að ég hafi verið að vinna mikið í tölvunni heima - ekki nema Sims2 flokkist sem vinna ;)

En vonandi er þessi bakverkur eitthvað sem má laga með heitu baði og smá slökun. Og eftir aðeins klukkutíma er officially komin helgi :D :D :D

Sé fram á að sleppa hugsanlega alveg við slímugar gripklær Menningarnætur Reykjavíkurborgar. Sæti kærastinn minn er búinn að bjóða mér út að borða annað kvöld langt langt langt útúr bænum (reyndar er Stokkseyri kannski ekki svo langt í burtu). Áætlaður lendingastaður annað kvöld er sumsé Fjöruborðið, Stokkseyri. Hef ekki heyrt neitt nema jákvætt um þennan stað, verður eflaust frábært.

Jæja, nú er víst verið að ætlast til þess að ég vinni eitthvað hérna. Pffft! Vinna er af hinu illa - hef alltaf sagt það!

Góða helgi, krúttin mín!

Thursday, August 18, 2005

Back to work!

Jæja, þá er fríið mitt búið og ég mætti aftur í vinnu í fyrradag.

Verð að segja að ég hvíldist svosem ekkert brjálæðislega vel í þessu fríi enda var uppsöfnuð þreyta orðin talsverð. Tvær vikur eru heldur ekki lengi að líða svosem.
Planið er að ná a.m.k. fjórum samfelldum vikum næsta sumar! Pirrandi að mæta hálfþreyttur úr sumarfríinu sínu!

Annars er allt gott að frétta. Er í hálfgerðum doða þessa dagana, læt mér nægja að hugsa um syni mína, sinna allra nauðsynlegustu heimilisverkum og það sem eftir er af orku nýti ég í að hanga á Über-dúdinum*. :-)

Svo er bara menningarnótt næstu helgi. Eins og margir vita eigum við menningarnótt smá history sem gerir það að verkum að ég er ekkert yfir mig spennt fyrir þessu fyrirbæri. Var reyndar ágætt í fyrra, fór með tveimur vinkonum á bliiiindafyllerí. Ekkert stóð svo sem uppúr því djammi, man aðallega eftir ansi skrautlegri strætóferð í bæinn og stappfullum miðbæ!

En það sem er nú muuun merkilegra við næstu helgi er það, að ég á afmæli!! Og já ég er ljón, og ljón elska athygli, afmæli og veislur! Ætla reyndar ekki að halda neina veislu svoleiðis. Býð kannski nánustu fjölskyldumeðlimum í eina köku eða svo. Auðvitað ætti maður að halda brjálað partý, ég bara nenni ekki að standa í því. Doðinn sem ég er í þessa dagana kemur í veg fyrir partýhugleiðingar. Auma ljónið, sem ég er!

Ég er að reyna að sjá ekki stóra feita pappírsbunkann sem er hérna á borðinu mínu. Tveggja vikna uppsöfnum pappírsvinna :-( Ennnn... best að drullast til að gera eitthvað - það er jú það sem ég fæ borgað fyrir :)

* skýring - Überdúd : gaurinn sem ég er búin að bíða eftir soldið lengi. Hef sett hann í álög þannig að ef hann reynir að sleppa, þá breytist hann í grasker (ekki segja honum það samt!).
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com