Tuesday, July 26, 2005

Live is a bitch (and then you'll become one)!

Vinna sökkar...!!

Jæja, elskur. Ekki hefur mikið farið fyrir bloggskrifum í þessum mánuði hjá mér. Vinnan mín tekur um þessar mundir 83,3% af allri þeirri orku sem ég hef. Ennþá svakalega margir í fríi og erfitt að skipuleggja dagana hérna. En það hefur nú allt bjargast hingað til svo ég ætla ekkert að kvarta mikið :)

Veðrið er með eindæmum gott þessa dagana, verst að maður getur bara notið þess eftir klukkan fjögur á daginn. Vona að það verði þokkalegt veður í mínu fríi í næstu viku. Verð EKKI sátt við rigningu allan tíman!! (heyrðiru það, guð??!!)

Tilfinningar

Undanfarinn mánuð er mér búið að líða eins og ég hafi unnið milljarð í happdrætti. Er svo ástfangin að ég er stjörf! En svona heitum tilfinningum fylgja stundum slæmar tilfinningar s.s. óöryggi og afbrýðisemi sem ég hef ekkert þurft að díla mikið við áður hjá sjálfri mér. Hef þó alla trú á því að ég geti yfirstigið þessar leiðinlegu tilfinningar og notið þess 100% að vera svona svakalega skotin í kærastanum mínum :) Ekki þar fyrir að ég sé eitthvað þjáð núna. Ég er mjög, mjög happy. En þegar síst skyldi þá skýtur óöryggið upp kollinum og ég þá haga ég mér eins og kjáni :(

Nú verð ég hinsvegar að fara að vinna - adios for now!

Monday, July 11, 2005

Mánudagur

Enn einn bjánadagurinn kominn. Það var soldið erfitt að vakna klukkan 6 í morgun en hafðist þó með smá hjálp.

Það er aldrei erfiðara að vera verkstjóri heldur en þegar lítið er að gera! Hljómar kannski asnalega en satt engu að síður. Ég keyrði grey starfsfólkið mitt svo út í morgun að nú er eiginlega bara allt búið - og hvað þá?? Þá þarf ég að tína til allskyns uppfyllingar verkefni fyrir liðið. Og þegar maður kemur þeim síðasta fyrir í einhverju verkefni, þá er einhver annar búinn og er verkefnalaus!! Sé fram á að hleypa liðinu bara heim um þrjúleitið, má víst ekki gera það fyrr.

Ennn ég er samt föst í pappírsvinnuflóði frá helvíti- kemst ekki heim klukkan þrjú :(

Annars átti ég bara fína helgi. Mesta letihelgi sem ég hef upplifað lengi :) Gaman að hanga bara heima með glænýja kærastanum sínum - eins gott að nýta tækifærið áður en hann fær leið á mér ;-)

Váááá hvað tíminn líður ekki á mánudögum... tveir og hálfur tími eftir í þessu God forsaken company!! Damn!

Wednesday, July 06, 2005

Nýtt upphaf!

Þá er maður kominn í felur með aðra bloggsíðu :) Hljómar hálfasnalega en svona er þetta bara.

Tveir fyrrverandi kærastar og ein fyrrverandi kærasta nýja kærastans míns (flókið??) eru ekki fólk sem ég tel að sé æskilegt að fylgist með mínum bloggskrifum. Annars er mér alveg sama - þeim virtist ekki vera það. Annars er ég ekki að biðja neinn um að koma inná þessa síðu. Fólk hlýtur að geta ákveðið hvort það vilji lesa þetta eða ekki :)

Annars er allt gott að frétta, brjálað að gera hérna í vinnunni. Er eini bossinn eins og er, sem þýðir að ég er algjörlega bundin hérna.

Edda mín eignaðist svo lítinn strák 25.júní!! Hef því miður ekki heyrt almennilega í henni síðan. Kann illa við að hringja í fólk sem er nýbúið að eignast barn. Álagið sem símhringingar og heimsóknir geta valdið er verulegt. Allavega fannst mér það. Langar bara að tala við Eddu mína í góðu tómi þegar fer aðeins að róast hjá henni. Vona að hún haldi ekki að ég sé ekki að hugsa til hennar :/

Er ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega skotin í kærastanum mínum :) Búið að vera ansi erfitt að halda ró minni og láta fólk í kringum mig ekki hafa áhrif á þetta nýja samband mitt. En það hefur svo sannarlega verið þess virði að standa þetta af sér :)

Þessi færsla er bara stutt - mikið að gera í vinnunni :**************
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com