Tuesday, November 07, 2006

help, my brain is melting!

Ég svaf lítið í nótt og þ.a.l. er ég búin að vera hálfdofin í allan dag. Sat áðan með símann minn í hendinni og talaði við samstarfsmann. Síminn fór að hringja og titra. Ég hélt áfram að tala við samstarfsmanninn. Og hélt því svo meira áfram. Þegar síminn var hættur að hringja spurði samstarfsfélaginn: "var einhver leiðinlegur að hringja? Af hverju svaraðiru ekki?". Ég bara einfaldlega fattaði ekki að síminn var að hringja!! Ég hlýt að vera með svona svakalega automatískan blocker á heilanum.


Í gær eldaði ég pítur fyrir mig og synina. Þegar kjötið var steikt, grænmetið skorið og pítubrauðin orðin bústin og sælleg í ofninum... þá sá ég að ég átti enga pítusósu. Skil þetta ekki ennþá því að ég var viss um að ég ætti sósu. Hljóp útí búð, fraus á sál og líkama (þó aðallega líkama) og keypti sósuhelvítið. Brauðin voru orðin eins og tvíbökur og synirnir skriðu í átt að matarborðinu, nær dauða en lífi af einskæru hungri. Reyndar er það daglegt... þeir eru alltaf svangir.

Hins vegar átti ég 3 hamborgarasósuflöskur. Svona er lífið oft í litlu jafnvægi sko.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com