Tuesday, November 22, 2005

Upprisa letingjans og eilíft líf - amen!

Hmmm, með ólíkindum hvað allir eru latir að blogga núna. Og ég meðtalin að sjálfsögðu. Einhvað doða-ský yfir bloggheimum!

Annars er hálfgerður doði yfir mér svona "in general". Ráfa bara hingað og þangað og sofna svo þar sem ég leggst niður. Hannes kom heim í gærmorgun og er því með syni sína. Held að smá spennulos hafi gert vart við sig í gærkvöldi þar sem ég rotaðist fyrir allar aldir fyrir framan Jay Leno. Gott að vita af sonunum hjá pabba sínum og geta slakað á - svona eins ábyrgðarlaus og maður verður.

Jói er fluttur í Tunguselið og ég er búin að gista þar undanfarnar tvær nætur. Þetta er mjög góð íbúð og hann er búinn að koma sér vel fyrir. Langt síðan að maður hefur verið í sambandi þar sem ekki er um "sólarhringssamveru" að ræða. Held að það eigi eftir að vera gott fyrir okkur bæði - allir þurfa jú sitt space, er það ekki?

Held að ég sé að detta í einhverja sjónvarpssýki. Sit bara með fjarstýringu í hönd og horfi og horfi. Þeir sem mig þekkja vita að þetta er ekki alveg eðlilegt ástand hjá mér. Að undanskildum örfáum þáttum þá hef ég verið mikil anti-sjónvarpsmanneskja undanfarin ár. Sjónvarpsgláp gefur mér samt ekkert meira í dag heldur en það gerði áður fyrr. Ég bara nenni ekki að gera neitt. Ætla nú samt að reyna að rífa mig uppúr þessum doða og gera eitthvað uppbyggilegra fyrir sálina.

Er búin að fá smið til að setja upp eldhúsinnréttinguna mína. Þá er bara að kaupa hana og koma sér í gang með þetta allt. Stefni á að byrja þarnæstu helgi. Múrarinn er kominn með málin fyrir borðplötuna og nú þarf ég bara að píska hann áfram svo hann klári fyrir jól. Þetta er þónokkur kostnaður fyrir mig en ég sleppi þá bara að kaupa mat í nokkur ár :D

Anyway, ætla að reyna að vera duglegri að blogga á næstunni - stay tuned ;)

Wednesday, November 09, 2005

Breyttar uppeldisaðferðir!


Sælnú. Kalt í kuldanum þessa dagana, svona in case að einhver hafi ekki tekið eftir því. Komst að því í fyrradag að ég er eitthvað að klikka í uppeldinu. Stefán horfði á Jóa taka þvott af þurrkgrindinni og spurði hann svo "á mamma ekki að gera þetta??". OMG! Mér varð ljóst að þrátt fyrir áhuga sona minna á heimilisstörfum er ég oftast að flýta mér of mikið að ljúka þeim af til að leyfa þeim að hjálpa mér. Því að jú, vissulega seinkar það verkinu heilmikið að hafa tvo "hjálparkokka" í verkunum. Hef þó ákveðið í ljósi þessarar athugasemdar frá Stefáni að héðan í frá taki þeir virkan þátt í þessu með mér. Á myndinni er Steini að búa til "sokkakúlur" eftir að hafa flokkað alla sokka þeirra bræðra af þurrkgrindinni. Í dag hendu þeir upp úr einni þvottavél og þetta gekk bara ágætlega. Fyrr mun ég dauð liggja heldur en að ala upp tvö litla ósjálfbjarga karlmenn.

Annars er þokkalegt að frétta. Steini búinn að vera veikur í tvo daga með barkahósta og Stefán er fullur af kvefi. Allir virðast vera lasnir þessa dagana - vona að ég sleppi!

Jói er búinn að kaupa sér íbúð og fær afhent eftir helgina. Ekki öfunda ég hann að vera að standa í leiðinlegasta prósessi mannkynssögunnar; íbúðakaupum! Alltaf einhverju sem seinkar og eitthvað sem klikkar. En íbúðin er frábær og í sama hverfi og mín þannig að hann sleppur ekki langt :)

Sólskinið hún systir mín átti afmæli í fyrradag og óska ég henni aftur til lukku og krukku. En þar sem hún er búin að liggja í flensu eins og flestir þá hef ég ekki afhent henni afmælispakka og knús ennþá.

Har det bra :*

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com