Monday, November 20, 2006

Fortíðardraugar og heilög reiði!



Helgin var nokkuð slæm bara. Enn og aftur hefur það sýnt sig að ekki er hægt að meta hvað fólk gerir (eða gerir ekki) út frá sjálfum sér.

Varð vitni að einstakri heimsku, biturð og aumingjaskap. Frá manni sem að ég hef ekki hitt eða heyrt í síðan í júní 2005. Hann lagðist svo lágt að misnota traust sameiginlegra vina og eyða út persónulegum gögnum sem er margra sólarhringa vinna bak við. Núverandi kærasti minn átti þessi gögn sem eru nú horfin og óafturkræf.

Alltaf getur fólk haldið áfram að koma manni á óvart með einskærum heigulshætti og barnaskap. Þessi aðili sem þennan skemmtilega verknað framdi er það hrokafullur að hann heldur að hann komist upp með þetta endalaust. Fólk sem er svona svakalega siðferðislega blint ætti að leita sér hjálpar sjálfs síns og annara vegna. Að ljúga að sjálfum sér og öðrum og kenna óviðkomandi aðilum um sína eigin failure og mistök er eitt. Að ganga svo langt að skemma persónulegar eigur annara er komið langt út fyrir það sem maður fyrirgefur.

Því miður er það nú svo að þessi illa innrætti aðili á ekkert sem hægt er að skemma. Ekkert! Sem ætti nú að segja ýmislegt um hann. Hann á ekki einu sinni þokkalegt mannorð því að hann hefur séð sjálfur um að rústa því í gengum tíðina með hroka og lygum. Hvað er eftir? Líkamsárás? Ég hef hugsað þann möguleika en komist að því að hans ómerkilega smetti er ekki kærunnar virði.

Eina huggun mín í þessari einlægu reiði er að ég trúi á orðin "What goes around, comes around."

Over and out!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com