Tuesday, September 27, 2005

Klukk!

Sorry, hvað ég er lengi að taka við mér, Erna mín. Eins og glöggir sjá, þá hef ég ekki bloggað í næstum því þrjár vikur ;)

Þetta klukk snýst um að segja 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig. Here goes:

1. Ég er kuldaskræfa og er alltaf kalt. Samt er mjög kalt heima hjá mér hef ég heyrt :)

2. Ég geri aldrei hluti sem ég ætla að gera. Ekki þar fyrir að ég vilji ekki gera þá, heldur virðist ég bara láta það sem mig langar mest til sitja á hakanum.

3. Ég borða allt nema lifur og krækling. Það er líka eitthvað ótrúlega hart og skrýtið grænmeti sem er notað í austurlenskan mat sem mér finnst ekki gott. Veit ekki hvað það heitir.

4. Mér finnst garðvinna alveg ótrúlega leiðinleg!

5. Mér er alveg sama hvað ókunnugum finnst um mig, en það skiptir mig öllu mál hvað þeim sem mér þykir vænt um finnst um mig.

Sonna! Ég ætla að slíta þetta keðjubréf eins og öll önnur keðjubréf sem ég hef fengið. Over and out ;)

Thursday, September 08, 2005

Helgin nálgast enn eina ferðina

Einn og hálfur vinnudagur eftir fram að helgi. Hlýtur að teljast nokkuð jákvætt en ákurrat þessa stundina finnst mér að það geti alveg eins verið mörg ár í helgina.

Og já það er ennþá ömurlegt ástand á mínum vinnustað. Hef sjaldan upplifað annað eins stress og bögg. Nú reynir virkilega á skipulags- og stjórnunarhæfileikana sem ég er farin að hallast að ég hafi ekki snefil af!

Anyway, takmörk helgarinnar:

1. Ná mér niður eftir vikuna!
2. Fara í Ikea til að kaupa dótahirslur handa sonunum (tilraun 2)
3. Hitta Helgu mína sem er að koma í bæinn
4. Þvo þvott *gubbb*
5. Eignast mitt eigið hringleikahús
6. Vera góð við syni mína
7. Úthugsa ráð til að nýta orku sólarinnar almennilega

I am losing it!

Wednesday, September 07, 2005

Í ljósum logum!

Hljómsveitin In Flames á hug minn allan núna. Held að það sé engum ofsögum sagt að ákveðið lag sem heitir System hefur komið mér í gegnum tvo síðustu daga hér í vinnunni.

Hvet alla sem hafa áhuga á rokki að kynna sér þetta lag - og lesa textann!

Knús

Tuesday, September 06, 2005

Starfsfólk óskast!

Erum lent í þvílíku kreppunni hérna í vinnunni. Allt í einu er bara útilokað að fá fólk í vinnu. Skilst mér að fjölmörg fyrirtæki séu á sama báti og séu farin að seilast inní skóla og elliheimili til að næla sér í hlutastarfskrafta.

Þetta er farið að leggjast á geðið á mér, er búin að hugsa um það í allan dag hvernig ég fer að því að klára morgundaginn sem er mjög stór. Réttast væri að kaupa flugmiða til útlanda og láta sig bara hvefa í skjóli nætur. Láta bara aðra hafa áhyggjur af þessu :)

En að öðru leiti en þessu er bara fínt að frétta. Stuttur listi er kannski við hæfi núna:

Ástand á sonum: ágætt fyrir utan að Stefán er á snemmbúnu gelgjuskeiði!
Ástand á íbúð: Ekki nógu gott. Eldhús ennþá hálfklárað og kassar útum allan gang hjá mér :(
Félagslíf: lítið sem ekkert þessa dagana. Orkan fer í vinnu og heimilisrekstur og dugar varla til.
Peningamál: viðunandi
Ástarmál: ennþá skotin upp fyrir haus ;)
Andleg heilsa: á skalanum 1-10 er hún ca. 6,1
Sængur og afmælisgjafir sem ég á eftir að koma til skila: 5 (god my god!)

Damn, verð að fara að senda allar þessar gjafir frá mér :( Skömm af þessu :(:(:(

Laterz

Thursday, September 01, 2005

Sepppptember!

Þá er komið haust. September að byrja og allt. Mælirinn í Grafarholti sýndi 4°C í morgun sem segir svosem meira en dagsetningin. Mælinn í Mosfellsbæ sýndi hinsvegar 7°C, en mun ég fyrr dauð liggja en að viðurkenna að það er hlýrra í forarpytti alheimsins heldur en í Reykjavíkinni minni! Bilaður hitamælir í Mosó semsagt! :)

Mjög mikið að gera núna. Enn og aftur er hinn verkstjórinn hérna í vinnunni farinn í frí og ég er ein að reyna að sjá um þetta batterí. Verð að segja að það tekur á taugarnar að díla við þetta þessa dagana. Finnst ég verða þreyttari og þreyttari með hverjum deginum sem er sjálfsagt raunin. Vona að ég geti hvílt mig eitthvað um helgina.

Over and out
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com