Wednesday, January 28, 2009

Árið sem er nýliðið...

Vá, hvað getur maður sagt. Ekkert - einfaldlega útaf því að fréttir af bankakreppu og lausafjárþurrð eru búnar að taka allt laust pláss í hausnum á manni undanfarna mánuði! Hard drive full!

En af því að mér leiðist að tala um "ástandið í dag" þá ætla ég að gera svona "best of 2008 - lista"... and here goes...

Besti mánuðurinn: Júlí - út af sumarfríi
Besti dagurinn : Uhhh....
Vefur ársins 2008: ég verð að segja Facebook - allavega miðað við tímann sem ég eyði þar.
Afþreying ársins: Battlefield: Bad company xbox leikurinn minn.
Kvikmynd ársins: Into the Wild
Lag ársins : Society - Eddie Vedder (beautiful)
Drykkur ársins: kaffi - tvímælalaust!
Maður ársins: pabbi minn
Kona ársins: mamma mín
Það gáfulegasta sem ég gerði á árinu 2008: fara ekki út í húsnæðiskaup
Það heimskulegasta sem ég gerði á árinu 2008: kaupa peningabréf (urrrr)
Pirringur ársins: íslenskir ráðamenn og orðið "aðgerðapakki".
Lærdómur ársins: Aldrei treysta fólki sem talar um "enga áhættu" og "háa vexti" í sömu setningu.
Flík ársins: Brúna og hvíta síða peysan mín. Svooo hlýýýý...
Orð ársins: Tap!
Útlendingur ársins: Obama
Matur ársins: karrýkjötsúpan hans Jóa - og rækjukokteill!
Dýr ársins: Tveir einmana ísbirnir.


Er þetta ekki svona allt þetta helsta? Hélt það sko...

Næst mun ég blogga í mars...(ef áfram heldur sem horfir)

Loveyou guys!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com