Tuesday, February 12, 2008

Kaflaskiptir dagar

Deginum skipti ég í huganum í kafla, marga og misskemmtilega.

Kafli 1. Vakna
Tvímælalaust leiðinlegasti kaflinn. Mig langar ALLTAF að sofa lengur. Ætla að lofa sjálfri mér hér með að reyna að fara fyrr að sofa. 6 tímar á nóttu eru ekki að duga mér. Búin að gapa eins og krókódíll í allan dag. *geisp*

Kafli 2. Vekja börn
Það getur verið ákaflega tímafrekt og stressvaldandi að reyna að vekja synina. Sá yngri nennir aldrei að vakna. Hann er eins og mamma sín, finnst gott að kúra :). "Eg bara get ekki opnað augun!!" er mjög algeng setning hjá honum. Hann endar þó alltaf með að staulast á fætur (eftir ca. 5 vakningar)og er þá hinn hressasti.

Kafli 3. Föt, morgunmatur, nesti og útiföt.
Eins og nafnið á þessum kafla gefur til kynna, þá felur hann í sér þessi venjulegu morgunverk. Vá hvað 7 og 9 ára skrípi geta verið lengi að borða einn kornflexdisk!

Kafli 4. Vinna - fyrir hádegi.
Það er yfirleitt alveg nóg að gera fram að hádegi og tíminn líður hratt og örugglega.

Kafli 5. Vinna - eftir hádegi.
Mjög misjafn tími. Stundum er mikið að gera, stundum ekki neitt. Eins og núna. Núna blogga ég bara og hangi á Facebook :)

Kafli 6. Úlfatíminn.
Ég kalla þetta úlfatíma því að ég heyrði einu sinni að þessi tími væri oft erfiður á heimilum vegna þreytu heimilisfólks (milli kl. 16-19). Ég er hins vegar ekkert þreyttari á þessum tíma en öðrum. Yfirleitt nóg að gera... versla, taka til, undirbúa mat, láta stráka læra. Þarna fá synirnir líka "tölvutímann sinn" sem er 15-20 mín. á haus. Oft... t.d. í gær þá endar þessi tölvutími með slagsmálum og rifrildi. Vá hvað ég sé eftir þeim degi sem ég leyfði þeim að fara í Playstation 2 í fyrsta skipti! Sem betur fer tekur tölvutíminn fljótt af og þeir geta orðið vinir aftur.

kafli 7. Háttatími barna
Þessi kafli er ofboðslega misjafn. Stundum mjög stuttur og stundum alltof langur. Merkilegt hvað krakkar eru "þyrstir", "svangir", "illt í olnboganum", "hræddir við ljón" eða whatever þegar þeir eiga að fara að sofa. Mínir taka þetta svona í rispum, fara á svona "feis" þar sem þeir eru með endalaust vesen fyrir svefninn. En öllu jafna eru þeir voða góðir að fara að sofa :)

Kafli 8. Mytime!
Þarna nær maður stundum að vinda nokkra hringi ofan af sjálfum sér. Að upplagi chilltími þó að maður sé stundum að þvo þvott eða annað skemmtilegt svona meðfram chillinu. Tölva, sjónvarpsgláp... það gerist hér. Einnig kíkir maður af og til í heimsóknir eða fær slíkar. Þessi kafli er svo afslappandi að ég gleymi oftast að fara að sofa fyrr en alltof seint.


Þess vegna er ég þreytt í dag. Af því að í gær festist ég í æsispennandi tölvuleik og gleymdi stund og stað. Spurning um að breyta Kafla 8. í "Fara strax að sofa".

Ætla að prófa það í kvöld.. nei.. andsk. Er með fokking húsfund :(

Bless you guys, farin að vinna.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com