Tuesday, September 25, 2007

Nýjar en mjög nauðsynlegar sagnir í íslenskri tungu!

Við lifum á tíma tækni og upplýsinga. Þróunin er hröð og því verða til orð sem þyrfti kannski að ígrunda betur. Hérna eru örfá dæmi:

Jáuð. Sögn. Að vera jáaður er að vera flett upp á ja.is í leit að símanúmeri og/eða heimilsfangi.
Dæmi um notkun: "Ég jáaði hann og sá að hann býr ennþá í Engihjalla."

Gúgglaður. Sögn. Að vera gúgglaður er þegar nafnið manns er slegið inní leitarvélina Google.com.
Dæmi um notkun: "Ég gúgglaði hana og fann þá bloggið hennar."

Þjóðskráaður. Sögn. Þegar einhver er þjóðskráaður er honum flett upp í þjóðskrá í leit að nánari upplýsingum t.d. afmælisdegi eða lögheimili, jafnvel sambýlismanni/konu.
Dæmi um notkun: Hún þjóðskráaði mig og sá að ég bý ennþá með Gunnu.

Kannski er þetta ekki algengar sagnir en vissulega mikið notaðar af mínum vinkonuhópi. Sumir kalla þetta persónunjósnir en ég kalla þetta skynsamlega notkun á upplýsingatækni :) Ég ætla ekki að fara út í fleiri nýjar sagnir sem fylgja þessari tækni en þær eru vissulega fleiri og sumar gagnlegri en aðrar.

Monday, September 24, 2007

Svo dugleg að blogga...

... eða hvað?

Life goes on og núna eru að koma jól. Jebbs... jólin eru að koma, krakkar.

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið m.a.:

* Fór á Chris Cornell tónleika sem voru alveg meiriháttar góðir. Þrusuflottur í alla staði hann Krissi.

* Fékk TVÆR hraðasektir á hálftíma. Samtals mátti ég punga út 23 þús krónum fyrir að aka fyrst á 41 km/klst og svo 52 km/klst. Algjörlega með ólíkindum að íslensk lögregla hafi ekkert annað að gera heldur að en stoppa fólk á þessum hraða... eða taka myndir af því réttara sagt. Blóðpeningar segi ég... BLÓÐPENINGAR!!!

* Fór með bílinn minn í skoðunn og fékk grænan miða :( Keypti spindilkúlu og tvo stýrisenda. Með því að biðja pabba gamla um að redda þessu fyrir mig spara ég mér 70 þús. En vá hvað mig langar að gera eitthvað allt annað við peningana mína en að kaupa varahluti!!!

* Planaði árshátíð í Köben fyrir vinnuna mína. Fínt að fara til Köben að kaupa jólagjafir í byrjun nóvember.

* Keypti mér tölvuleik sem ég er búin að eyða óhemjumiklum tíma í. What a good waste of time! En hei... ég horfi heldur eiginlega ALDREI á sjónvarp svo að ég MÁ spila tölvuleiki. Reyndar horfi ég á þætti í tölvunni minni líka. En það má líka. Það má.

* Keypti mér líka ógeðslega góða hnífa sem ég elska. Þeir voru soldið dýrir en það er actually gaman að skera með þeim. Jei... ég er alltaf að skera. Hver hefði trúað því að það væri gaman að skera niður tómata?

Jæja, þetta var smá öppdeit. Annars er allt gott að frétta. Eftir að hafa náð mér uppúr venjubundnu haustþunglyndi að þá leggst veturinn nokkuð vel í mig. Synir mínir standa sig eins og hetjur að ganga heim úr skólanum á hverjum degi og haga sér eins og ljós þangað til að ég kem heim. Reyndar hringja þeir svona þrisvar-fjórum sinnum í mig á þessum eina og hálfa klukkutíma til að fá leyfi til að gera hitt og þetta en það fylgir víst bara þessum hluta sjálfstæðis :)

Life is good, guys!

Wednesday, September 05, 2007

Oooog þá kom blogg!


Halló elskurnar mínar... þið sem hafið ekki löngu gefist upp á að skoða þetta lamaða blogg. Síðasta blogg er skrifað í lok júní - lame!

Hmm, já... þetta sumar. Búið að vera í heildina helv. fínt. Yndislegt veður hérna á klakanum síkalda. Júlí var undirlagður í vinnutörn dauðans þar sem ég vann tveggja manna starf allan júlí. Einstaklega hressandi... svona eftir á allavega. En gott að hafa nóg að gera, dagarnir líða hratt. Eins og góðir msn vinir tóku eftir, þá taldi ég niður dagana, klukkustundirnar og mínúturnar í fríið mitt sem kom á endanum um verslunarmannahelgina.

Ég og betri helmingurinn skelltum okkur til Búlgaríu í byrjun ágúst. Ég var mjög ánægð með land og þjóð og síðast en ekki síst verðlag :) Það eina sem skyggði á ferðina og fríið var að ég fékk flensu (að sjálfsögðu fékk ég flensu) seinni vikuna og nokkra daga eftir að við komum heim. Ekki gaman að vera veikur í útlöndum en ég gerði mitt allra besta til að afneita veikindunum.

Þvílíkt sældarlíf þetta var. Tjill á daginn og út að borða á kvöldin. Á komandi hrollköldum vetrardögum á ég örugglega eftir að sjá Golden Sands í hyllingum. Mæli með þessum stað fyrir þá sem vilja prófa eitthvað annað en dæmigerðar spænskar sólarstrendur. Snilldar matur, menning, sjór og veður. Og kommúnistalyktin ekki alveg farin úr loftinu ennþá þó það styttist örugglega í það.

Meðfylgjandi snákamynd er tekin 14.ágúst (fyrsti í flensu). Þeir sem hafa góðar glyrnur geta rýnt betur í myndina... á vinstri höndina mína og séð þar gullhring. Þann 14.ágúst trúlofaðist kellingin nebbilega úber-gaurnum... ekki svo löngu fyrir snákamyndatöku. OG já... ég tek öll stóru orðin til baka..."ætla aldrei að trúlofa mig aftur bla,bla,bla...". Vona bara að ég hafi ekki veðjað við neinn. Man allavega ekki eftir því :)

Synir mínir hafa haft það gott í sumar. Fóru í t.d. sumarbúðir KFUM og komu syngjandi biblíusöngva til baka. Jei! Eru nú nýbyrjaðir í 2. og 4. bekk. Aha. I rest my case. Þeir eru orðnir fullorðnir :/

Þeir áttu býsna góðan dag í gær þar sem 4 ára gamall draumur Stefáns rættist "loksins" og hann eignaðist sinn eigin rafmagnsgítar. Steini keypti sér bassa :) M.ö.o. er friðurinn úti á mínu heimili! Þeir eru búnir að safna fyrir þessu sjálfir (með góðri hjálp Steina afa) og ljómuðu eins og tvær sólir þegar þeir komu heim með gersemarnar í gær. "Þetta er tvímælalaust besti dagur lífs míns" sagði Stefán þegar hann var lagstur upp í rúm í gær. Gaman að því :)

Ég er mjög fegin að lífið er að komast í rútínu eftir sumarið. Þetta nefnilega er allt svo passlegt sko... því að í júní næstkomandi verð ég komin með hundleið á rútínunni og þá byrjar annað sumar. Merkilegt nokk hvað þetta passar allt saman vel!!

Næst á dagskrá eru svo Chris Cornell tónleikar sem ég hlakka ótrúlega til að sjá. Þangað til þá... bless í bili, babes :D
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com