Wednesday, November 08, 2006

Áttundindundi nóvember

Systir mín Sólskin á afmæli í dag. Sendi henni innilegar hamingjuóskir í tilefni þessi :) :)

Staðan í dag er þess:

Fjármál: skelfileg... bara skelfileg. Er fegin að debetkortið mitt er tilkynnt týnt!

Heilsa: Nokkuð góð, nokkuð góð.

Ástand heimilis: þokkalegt, þarf samt að taka til í dag :( Er siðferðislega rangt hneppa fólk í þrældóm við tiltektir? Er það...? ok þá. Hm.. og uppþvottavélin mín er biluð. Ég verð víst að fara að drullast til að hringja í ELKO. Best að gera það strax á eftir.

Gleði dagsins so far: .......... er klisja að segja "heitur kaffibolli"?

Ráðgáta dagsins: Hvar er límbandið sem ég pantaði fyrir viku og er "alltaf á leiðinni"?? Ég meina... Plastprent er hinum megin við götuna. Hefur sennilega farið hinn hringinn og er statt í Varmahlíð?

Útlit: ég er komin á þá stöðu að ég er svo hvít að fólk spyr hvort ég sé lasin. Damn... hví þurfti ég að fæðast svo hvít? Af hverju var ekki amma mín Suðuramerísk? Ég tími ekki að fara í ljós og þar að auki er það óhollt !!!

Ástand á sonum: þeir eru himinlifandi yfir "snjónum" sem var úti þegar þeir vöknuðu í morgun. Stundum eru börn bara soldið vitlaus, er það ekki?

Ástand geðheilsu: ég er hálfpirruð í dag en það er bara af því að ég mætti korteri of seint í vinnuna (ekki mér að kenna!!). Er búin að nota frasa eins og "VAKNA!!" og "hvað er MÁLIÐ hérna??" á starfsfólk í morgun. En svo man ég að ég er manneskja sem er "in full control" tilfinningalega og þá brosi ég eins og asni til fólksins sem ég var að skamma. Það heldur að ég sé rugluð! (sem ég er vissulega ekki)

That about says it all. Að öðru leiti er bara allt það besta að frétta. Farið vel með ykkur í dag.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com