Tuesday, June 10, 2008

Whaaaat? Það bloggar!

Vá, er einhver að kíkja á þessa síðu lengur?

Ég veit nú alveg uppá mig skömmina, verandi bloggheimum til skammar... sem og hinum eiginlega mannheimi.

Gott er að frétta fyrir utan minn árlega vinnuleiða. Sólin skín og rigningin stendur sig með prýði. Og þá er ég að tala um á einum og sama deginum! Elskum við ekki Ísland einmitt fyrir þennan margbreytileika? (svona á milli þess sem við segjum "helv.djös. andsk. SKER"!!)

Úr margbreytileika Íslands (mjög óspennandi) yfir í HEILSU (ennþá meira óspennandi). Ég er orðin ótrúlega mikill sérvitringur á hvað ég læt ofan í mig. Í þrjár vikur hef ég ekkert borðað neitt hvítt hveiti, hvítan sykur, ger, lauk, ýsu, gervisykur eða appelsínur. "Hví?" spyrjið þið... af því að ég fór til svona hómópata-náttúrlæknis sem að tengdi mig í svona einskonar rafmagnsstól og setti á mig blöðkur... og bannaði mér í framhaldi að borða áðurgreindan mat þar sem að ég væri með óþol fyrir honum.

Og afhverju fer maður í rafmagnsstól og lætur banna sér að borða góðan mat? Af því að ég er... VAR orðin krónískur magabólgu/magasára-sjúklingur. Og í staðinn fyrir að taka magalyf for ðe rest off mæ læf þá langaði mig að prófa þetta fyrst. Og þetta bara virðist virka so far... það eina sem ég sakna virkilega er laukur og baguette. Annað er með slétt sama um.

Sumarfrí - fer í sumarfrí í næsta mánuði. Ætlum víst bara að vera róleg, ekkert að fara til útlanda. Það stendur víst til að laga blokkina mína... minn hlutur af kostnaði verður 1.5 - 3 milljónir. Aðeins. Ja... ekki nema þið nennið að koma og laga blokkina fyrir mig? Ég skal gefa ykkur pizzu og kók? Ha? Ekki?

Synir mínir eru auðvitað búnir með 2. og 4.bekk. Gekk rosavel og fengu frábærar einkunnir. Stefán fékk m.a.s. 10 í íþróttum og svo um daginn silfurpening fyrir annað sæti á SUNDMÓTI. Er búin að fara fram á DNA rannsókn þar sem að barn hreinlega getur ekki verið svona ólíkt móður sinni, er það?
Þúst... ég og sund... *hryll*

Svakalega þráir maður sólskin eftir þennan langa vetur. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hvít. Ég er reyndar alveg í stórhættu á að vera ruglað saman við ísbjörn og við vitum að það fer ekki vel fyrir þeim! En það er bara svo óhollt að fara í ljós :( Ekki get ég ætlast til að fá lit utandyra því þó að sólin kæmi þá fæ ég yfirleitt heiftarlegt sólarexem hér á Íslandi. Grænlenskur uppruni minn gerir það að verkum sko.

Jæja, verð víst að fara að vinna... nú eða hanga á Netinu.

Knús og kossar!

P.s. jájá.. ég laug um grænlenska upprunann. En ég er pottþétt írsk í einhverja átt!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com