Monday, December 31, 2007

Gleðilegt ár!!




Þessi mynd kemur vissulega nýju ári sáralítið við. Ég bara sá hana á mbl.is í morgun og fannst hún skemmtileg.

Ekki lofar veðurspáin góðu en við ætlum nú bara samt að fara út og kaupa rakettur! Það er þá bara hægt að sprengja þær hérna frammi í stigaganginum, hátt til lofts og sona :-O

Ég mun skrifa áramóta annálinn seinna, langaði bara að kasta á ykkur kveðju... og fiskimyndinni glæsilegu.

Fariði varlega með eldinn og í vonda veðrinu.

Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól !!




Hér eru jólaálfarnir þrír að baka piparkökur í gær.... eða laugardaginn ... það myndi sennilega útleggjast sem fyrradag svona seint að kveldi. Þeir stóðu sig með eindæmum vel í bakstri og ekki síður deig-áti sem orsakaði seinna sykursjokk, hvellar raddir og geðsýkisglampa í augum. Þeir voru þó fljótir að jafna sig og endurtóku þá leikinn. Þ.e.a.s. deig-átið ... ekki baksturinn...

Var að klára að pakka inn gjöfum og af hverju er ég ennþá vakandi? Hm? Af þeirri einföldu ástæðu að ég er búin að drekka u.þ.b 42000 kaffibolla í kvöld. Röltum niður Laugarveginn og þó að veðrið hafi verið frábært þá var soldið kalt. Það kallaði á margar kaffihúsaviðkomur sem kallaði á marga kaffibolla í allskyns útfærslum.

Núna í þessum töluðu orðum (pikkuðu orðum) þá er ég ÖLL í glimmeri. Stofan mín er öll í glimmeri, gólfið, borðið... you name it. Það hrundi nebbilega glimmer af ofvöxnum jólaborða sem ég var að baksa með. Og þá meina ég glimmer í tonnavís. Svei mér þá ef að lyklaborðið mitt er ekki orðið allt út í þessu helv....!

En það sem ég ætlaði að gera með þessari bloggfærslu var að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ég vona innilega að allir hafi það sérlega náðugt yfir hátíðarnar. Það ætla ég allavega að gera!

Har det bra!

P.s. Stefán spurði mig í morgun hvort að ég gæfi þeim í skóinn. Bekkjabróðir hans sagði nefnilega mjög svo sláandi sögu um að hann hafi vaknað við að pabbi hans missti bók í andlitið á honum. Bekkjabróðirinn lagði saman tvo og tvo og fékk út að pabbi hans var að teygja sig í skóinn og klaufaðist til að missa árans bókina!!! Pff.... alltaf þarf einn asni að eyðileggja fyrir öllum hinum. Glætan að þessum pabba verði boðið á næsta foreldrakvöld.

P.s.s. Ég svaraði Stefáni ekki þegar hann spurði mig hvort að ég væri meintur skógjafari. Ég snéri snilldarlega útúr. Snilldarlega.

Wednesday, December 19, 2007

I'm siiiiinging in the raaaiiin...


Sko, hvað gerðist með veðurfarið á þessu landi? Mig langar í snjó, mig langar í skafla og mig langar í frost. Takk. Ég fór varla á fjandans nagladekkin til að keyra um í endalausum pollum?

Jæja, öppdeit af jóla-hlutum-sem-maður-verður-að-gera:


Keyptar jólagjafir: Allar nema ein... Held ég... vona að ég sé ekki að gleyma neinum!
Jólalög sungin: Ég syng oft jólalög. En ég hef t.d. fengið viðbrögðin "þar fór jólaskapið". Mér leiðinlegt ef að ég skemmi jólaskap fólks með engilfögrum söng mínum. Ennn... so be it! :P
Jólakort skrifuð: Öll! Á reyndar eftir að setja þau í póst....
Jólakökur bakaðar: Ég bakaði mínar fyrstu Sörur og þær heppnuðust bara alveg ljómandi vel. Eins bakaði ég piparkökuhús um helgina sem er hérna á myndinni fyrir ofan. Ég er bakaradrengurinn. Hver vill vera Hérastubbur??
Jólaföt keypt: Uhhh... engin handa mér ennþá :(
Plön um jólin: Confirmed! Roger that.
Jólagjafir sem búið er að pakka inn: Tvær... ég keypti eina pakkaða og hinni varð ég að pakka inn svo að Jói myndi ekki kíkja í kassann! Pakka restinni um helgina með piparköku í annari og jólaöl í hinni!

Annars er bara allt gott að frétta fyrir utan óþolandi rigningahelvíti. Strákarnir mínir eru um það bil að detta í jólafrí og orðnir mjög spenntir. Annars er ég frekar værukær þessa dagana, væri alveg til í að taka einn dagi í að sofa út í eitt. Smá uppsöfnuð þreyta í gangi held ég.

Við keyptum okkur ótrúlega skemmtilegan tölvuleik, svona kvikmyndaspurningaleik sem heitir Scene it! Þetta er ótrúlega fjölbreyttur leikur með allskyns þrautum. Ekki slæmt að geta lífgað upp á rigningakvöldin með nettu rústi í Scene it ;D

Hlakka geðveikt til 22.des, þá ætlum við nokkrar að hafa smá stelpupartý. Helga mín verður þá komin í bæinn og ekki tilefni til annars en að slá upp veislu!

Back to work... hafið það gott fram að jólum, krúttin mín.

Monday, December 10, 2007

Dessemmper



What's cookin' ya good lookin' ? Hvernig gengur ykkur í jólaundirbúningi? Ég skelli upp lista:

Keyptar jólagjafir: 3 stykki. Það er ok.. ennþá
Jólaskreytingar í íbúð: Komnar upp!! Vá, hef örugglega aldrei verið svona snemma í því áður.
Jólalög sungin: Mörg. En kannski bara hálft í einu því að allir slökkva þegar ég syng :(
Jólakort skrifuð: Zero! Best að fara ekki fram úr sér í jólaundirbúningi sko...
Jólakökur bakaðar: Engin. Kannski nenni ég að baka piparkökuhús... kannski ekki.
Jólaföt keypt: Búin að kaupa á strákana, ekki á mig. Veit ekki hvort ég fer í jólaköttinn eða ekki þessi jólin... verður spennandi að komast að því.
Staða jólahreingerningar: BÚIN!!!

Þarna sjáið þið að ég er bara á ágætis róli með þetta. Sem er mjög óvanalegt fyrir mig í rauninni. Vei fyrir mér!

Héldum afmæli minnsta strumpsins í gær. Hann varð fimm ára á föstudaginn og ber aldurinn bara nokkuð vel :) Núna er ísskápurinn minn fullur af kökuafgöngum sem bíða eftir því að vera borðaðir. Ætli þeir endi ekki bara í ruslinu. Allavega ætla ég ekki að borða þá :-/ Maður þarf að passa línurnar í desember, alltof margar freistingar í gangi!!!

Jæja, best að halda áfram að stressa sig hérna í vinnunni... það er svo rosalega gaman. Ta, ta!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com