Thursday, November 16, 2006

er'itta djók!?


Til hamingju með dag íslenskrar tungu. Mamma mín á líka afmæli í dag. Merkilegur dagur í dag.

Hvað er með þennan kulda? Mér er kalt ALLAN daginn. Frá morgni til kvölds. Ef mér nær að hlýna á tánum, þá verður mér kalt á puttunum og ef mér nær að hlýna á puttunum þá er nefið orðið að klakamola! T.d. ákurrat núna finn ég ekki fyrir tánum á mér og ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé með nef!! God damn it...

En svo maður taki smá pollýönnu á þetta... þá gæti verið snjókoma líka. Það gæti verið fljúgandi hálka. Það gæti verið stórt gat í miðri Reykjavík sem nær að kjarna jarðarinnar og enginn kæmist yfir. Það gæti verið stór UFO beint yfir Íslandi sem tilviljunarkennt myndi soga upp fólk. Svo að kannski er þetta ekkert svo slæmt. En það er samt KALT!

Fórum í bíó í gær. Já... bíó! Í kuldanum. Sáum Borat. Hafandi séð fullt af myndskeiðum (ekki sketsa sko... dagur ísl. tungu muniði!) á Netinu þá var þessi mynd hálfgerð vonbrigði. Nánast allt gamlir brandarar. Og Borat er ekki mjög fjölnota fígúra þó að hann eigi snilldarpunkta. Og iðulega skal maður lenda við hliðina á einhverjum í bíó sem er til vandræða. Hingað til hef ég lent í eftirfarandi:
*Krónískum smjattara
*blaðurdós
*Símafávita
*drukknum einstaklingi
*Manni sem finnst fyndið að prumpa stanslaust í bíó
Og núna í gærkvöld bættist við listann... ég settist við hliðina á mjög illa lyktandi eintaki af manneskju. Var komin hálfpartinn í fangið á kallinum mínum til að komast sem lengst frá þessum sveitta gaur. Og... hann var á deiti!! Omg. Ég yrði fljót að leggja á flótta frá svona manni.
Fátt er jafn fráhrindandi og skortur á persónulegu hreinlæti að mínu mati.

Jæja, ég þarf víst að fara að vinna. Veriði blessuð og passiði að tala fallega íslensku í dag ;)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com