Monday, December 24, 2007

Gleðileg jól !!




Hér eru jólaálfarnir þrír að baka piparkökur í gær.... eða laugardaginn ... það myndi sennilega útleggjast sem fyrradag svona seint að kveldi. Þeir stóðu sig með eindæmum vel í bakstri og ekki síður deig-áti sem orsakaði seinna sykursjokk, hvellar raddir og geðsýkisglampa í augum. Þeir voru þó fljótir að jafna sig og endurtóku þá leikinn. Þ.e.a.s. deig-átið ... ekki baksturinn...

Var að klára að pakka inn gjöfum og af hverju er ég ennþá vakandi? Hm? Af þeirri einföldu ástæðu að ég er búin að drekka u.þ.b 42000 kaffibolla í kvöld. Röltum niður Laugarveginn og þó að veðrið hafi verið frábært þá var soldið kalt. Það kallaði á margar kaffihúsaviðkomur sem kallaði á marga kaffibolla í allskyns útfærslum.

Núna í þessum töluðu orðum (pikkuðu orðum) þá er ég ÖLL í glimmeri. Stofan mín er öll í glimmeri, gólfið, borðið... you name it. Það hrundi nebbilega glimmer af ofvöxnum jólaborða sem ég var að baksa með. Og þá meina ég glimmer í tonnavís. Svei mér þá ef að lyklaborðið mitt er ekki orðið allt út í þessu helv....!

En það sem ég ætlaði að gera með þessari bloggfærslu var að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ég vona innilega að allir hafi það sérlega náðugt yfir hátíðarnar. Það ætla ég allavega að gera!

Har det bra!

P.s. Stefán spurði mig í morgun hvort að ég gæfi þeim í skóinn. Bekkjabróðir hans sagði nefnilega mjög svo sláandi sögu um að hann hafi vaknað við að pabbi hans missti bók í andlitið á honum. Bekkjabróðirinn lagði saman tvo og tvo og fékk út að pabbi hans var að teygja sig í skóinn og klaufaðist til að missa árans bókina!!! Pff.... alltaf þarf einn asni að eyðileggja fyrir öllum hinum. Glætan að þessum pabba verði boðið á næsta foreldrakvöld.

P.s.s. Ég svaraði Stefáni ekki þegar hann spurði mig hvort að ég væri meintur skógjafari. Ég snéri snilldarlega útúr. Snilldarlega.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com