Monday, October 22, 2007

Djúpivogur, afmæli ungans, upprisa holdsins og eilíft líf



Stebbi minn á afmæli í dag. Orðinn 9 ára. Þessi mynd er tekin af honum fyrir nokkrum árum af ljósmyndara Morgunblaðsins þar sem hann var fyrirsæta fyrir grein sem hét "Ég ætla að verða bjargvættur!" og fjallaði um draumastörf barna. Stefán ætlar reyndar ekki að verða bjargvættur lengur heldur tannlæknir og rokkari (svona í aukastarfi væntanlega). Gaurinn var í sínum fyrstu samræmdu prófum í síðustu viku. Ég veit ekki sko... ég var ekkert að undirbúa hann fyrir þessi próf enda hélt ég að um stöðupróf væri að ræða. Hef svo heyrt að foreldrar hafi þrælt börnunum sínum í gegnum fullt af gömlum prófum á skolavefur.is og nánast látið þau gleypa margföldunartöflurnar og samheitaorðabækur. Vona bara að minn komi vel útúr þessu þrátt fyrir kæruleysi móður sinnar.

Flaug á Höfn á föstudagsmorgun (bjakk, vond vond flugferð) og eyddi helginni með Helgu minni, Sunnu minni og Arnari "litla" frænda á Djúpavogi. Alltaf yndislegt að vera með þessum elskum. Mikið hlegið, mikið bullað og flest heimsvandamálin leyst. Sakna þess ótrúlega mikið að hafa Helgu ekki í Reykjavíkinni því svona "fundir" gefa manni meira heldur en maður gerir sér grein fyrir. Ég, Sunna og Arnar keyrðum svo í bæinn í gær í hávaðaroki og rigningu. Er það bara ég eða er ALLTAF rigning núna?

Um leið og ég kom í bæinn í gær bauð sætasti maður í heimi mér í mat að eigin vali sem að sjálfsögðu var Nings (mmmmm... Niiiings)! Fyrirhugað er svo í vikuni að fá fasteignasala til að kíkja á íbúðina hans Jóa og byrja þetta "skemmtilega" söluferli. Hlakka til að búa með honum og lifa "venjulegu" lífi (smá lókal). Ef að við þurfum að sakna hvors annars þá get ég alltaf farið í heimsókn til Helgu aftur :)

Vikan leggst vel í mig... held að þetta verði góð vika!

Knús á línuna!

Friday, October 05, 2007

Stjörnumerki...


Svona í tilefni föstudags og "freshly started" leiðinlegs októbermánaðar...

Hvað viðkomandi segir samkvæmt merkinu sínu að kynlífi loknu:

Steingeit: "Áttu nafnspjald?"
Vatnsberi: "Gerum það núna í engum fötum!"
Fiskur: "Hvað sagðist þú annars heita?"
Hrútur: "Ok , gerum það aftur!?"
Naut: "Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu"
Tvíburi: "Veistu hvar fjarstýringin er?"
Krabbi: "Hvenær giftum við okkur??"
Ljón: "Var ég ekki frábær??"
Meyja: "Ég verð að þvo rúmfötin?"
Vog: "Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka"
Sporðdreki: "Ég ætti kannski að tengjast þér?"
Bogmaður: "Ekki hringja í mig - ég hringi í þig"

Skil ekki alveg sumt en annað meikar alveg sense. Nema ljón... þau eru ekki svona miklir egóistar!! Allavega ekkert ljón sem ég þekki.

Góða helgi, gott fólk!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com