Friday, April 28, 2006

Kosningar í nánd...



Þið megið kalla mig vitlausa ljósku sem er sama um borgarmálin en.... oooooofboðslega leiðast mér kosningaumræður!!

Reyndi í gær að horfa á frambjóðendurna ræða saman í Kastljósi í gær eennnn... endaði með því að gera allt annað :)

Ég reyndi eins og ég gat. Þetta byrjaði ágætlega og allir voða málefnalegir og rólegir. Svo smátt og smátt fóru þau að grípa fram í fyrir hvort öðru. Svo voru þau farin að kalla hvert annað lygara. OMG... þetta er fólkið sem stjórnar borginni for fucks sakes! Geta þau ekki allavega þóst vera siðmenntuð rétt á meðan þau eru í sjónvarpsviðtali??

Allavega, ég er að hugsa um að fara á kjörstað og kjósa þann sem grípur minnst fram í fyrir öðrum. Það er ekki vitlausara en hvað annað!!

p.s. Finnst ykkur hann Björn Ingi (framsókn) ekki appelsínugulur á litinn? I could be wrong en ég hef hann grunaðan um að hafa farið í "spray on tanning" fyrir þáttinn í gær! Big mistake...

Tuesday, April 25, 2006

Óþekkt orka! Hvaðan? Hví?

Jæja, það er greinilega orkubúst hjá ljónum þessa dagana. Skil ekki útaf hverju ég er ekki farin að geispa og missa einbeitningu uppúr kl. 2 á daginn. Gæti verið útaf allri góðu hvíldinni sem ég fékk um helgina. Gæti líka verið af því að ég einstaklega vel nærð eftir helgina. Allavega, ég tek þessari orku fegins hendi enda margt sem hefur sitið á hakanum undanfarnar vikur.

Er farin að þrá hita og sól. Ekki er hægt að treysta íslensku sumri til að sjá manni fyrir svoleiðis lífsnauðsynjum. Draumurinn og planið er að fara eitthvað í sól seinni part sumars. En þar sem að ég hef oft, oft, oft planað svoleiðis ferðir sem ekkert hefur orðið úr... þá læt ég mig ekki dreyma of mikið :) Hófleg svartsýni er skynsamleg í mínu tilfelli !

Þorsteinn Óli fór í heimsókn í Ölduselsskóla í dag. Það er þáttur í einskonar aðlögun fyrir stubbana sem byrja í skóla í haust. En, come on... hann er LITLA barnið mitt. Hvað er hann að fara að gera í skóla?? Hann skrifaði mér bréf í gær :) Vantar stafi hér og þar og allt það. En samt frábært, sérstaklega því að hann skrifaði "TL BESDU MÖMU Í HEMI" ;) Maður er svoddan sucker fyrir svona... and they know it and use it against me.

Annars er lítið að frétta. Same ol' stuff bara. Er að hugsa um að reyna að nýta óþekktu orkuna skynsamlega og fara að versla snöggvast.

Luv and kisses

Tuesday, April 18, 2006

How did they ever know?

Your Porn Star Name Is...

Sindee Slickbooty

Hver er sinnar kæfu smiður?

Ok, eða gæfu smiður þá :)

Var að velta fyrir mér í gær hversu margir í kringum mann eru að glíma við allavega krísur. Krísur eins og t.d. skilnað, fíknir, fortíðardrauga og erfið mannleg samskipti. Annar hver maður er í brjálaðri tilvistarkreppu, líður svona eða hinsegin - allt ómögulegt og allt í fári!

Gerir fólk sér grein fyrir að það getur enginn lagað krísurnar okkar nema við sjálf? Af hverju vill fólk vera svona vont við sjálft sig? Af hverju er það að eyða bestu árum ævi sinnar í depurð, þunglyndi og sjálfspíningu? Er það kannski hluti af vanlíðaninni... að hreinlega vilja pína sjálfan sig?

Og jájá ég veit að allir lenda í einhverjum krísum og "það líður hjá" og allt það... En stundum bara líður það ekkert hjá. Stundum er fólk mörg ár að bíða eftir að hlutirnir bara lagist af sjálfu sér. Maður þekkir svosem alveg þá hugsun sko... en ég veit líka að það lagast ekkert að sjálfu sér!

Skrýtnar vangaveltur á þriðjudagsmorgni :) Klukkan er bara rétt orðin 9 og ég er þegar búin að lenda á tveimur "trúnó" í dag vegna þess hve fólki líður illa. Hvað er að Íslendingum? Finnst þeim bara allt eðlilegt að vera þunglynd og kvíðin þjóð? Get off your butts og gerið eitthvað í málunum, þaddna!!

Borðaði páskaeggið mitt í gær.. ekki allt reyndar. Þetta var snilldar egg, Rís-egg. Gef því 8.2 af 10 mögulegum á páskaeggjaskalanum. Annars, þegar ég spái í það... þá hef ég aldrei borðað vont páskaegg. Ég meina... Risastór súkkulaðiklumpur fullur af nammi- what's not to like?

Vaknaði kl. 6:17 í morgun með sólina beint í smettið. Ég elska að það sé að koma sumar. Ég elska sól. Ég elska hita. Ennnnnnnn... ég er ekki að fíla sól beint í andlitið kl. 6 á morgnana! Var svo að spá... kannski var mar bara útsofinn eftir alla afslöppunina yfir páskana :)Ekki líkt mér að láta smá sól trufla svefninn minn! Að öðru leiti var gott að vakna í morgun. Ágætisfrí að baki, stutt vinnuvika framundan og sætur strákur við hliðina á mér. Lífið gæti svo sannarlega verið verra :D

Ef ég lít til vinstri sé ég riiiisavaxinn stafla af óunni pappírsvinnu. Ef ég lít til hægri þá sé ég prentara. Eins og gefur að skilja þá hef ég horft mikið til hægri í morgun... enda fallegur prentari hér á ferð. Hef verið mikið að vinna "inná gólfi" undanfarnar vikur sem þýðir einfaldlega uppsöfnun á pappírsvinnu. Held að ég reyni að gera hana heima frekar en hér. Hérna er stanslaus truflun yfir undarlegusutu hlutum.

Jæja... ég er farin að horfa á prentarann ;)

Sunday, April 16, 2006

Páskar, egg, mörgæsir og lífið!

G'day to ya'll!

Soldið langt síðan ég hef skrifað af einhverju viti.

Ég var að reyna að gera við kommentakerfið mitt en það er allt komið í rugl! Mér finnst html leiðinlegt af þeirri ástæðu einni að ég kann það ekki nógu vel og nenni ekki að læra það :)

Núna er svona dæmigerður páskadagur. Fór með syni mína í mat til ömmu og afa í sveitinni. Fengum ljúffent páskalamb með tilheyrandi. Er svo södd ennþá að mér líður hálfilla en á manni ekki einmitt að líða svoleiðis á páskunum? Páskaeggið mitt er ósnert heima hjá Jóa, ég kannski opna það bara á morgun.

Synir mínir voru að horfa á March of the Penguins og eru gjörsamlega heillaðir enda um meistarastykki að ræða. Steini kom til mín í miðri mynd og sagði með tárin í augunum að einn unginn hafa dáið og mörgæsamamman væri að gráta. Greinileg innlifun þarna á ferð.

Ég hafði það hins vegar loksins af að horfa á Lord of the Rings um helgina :) Allar þrjár myndirnar. Loksins :) Váááá! Hvað annað getur maður sagt? Ótrúlega vel gerðar myndir að öllu leiti. Mar bara trúði þessu varla sko!!

Annars er bara allt gott að frétta. Lífið er ljúft :)

Nokkur atriði sem þurfa að gerast sem fyrst samt:

1. þarf að fá helv. múrarann til að klára borðplötuna
2. þarf að fá smiðinn til að klára innréttinguna - mjög lítið eftir
3. þarf að taka herbergi strákanna í gegn! Nauðsynlegt!
4. þarf að vinna í lottó!!

Vonandi eigið þið góða og sæta páska :)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com