Wednesday, February 22, 2006

Rafræna Reykjavík - hell awaits ya...

Jæja. Það er aldeilis búið að aðstoða mann í að velja hvað á EKKI að kjósa í vor með þessu nýjasta klúðri R-listans sem kallast "Rafræn Reykjavík".

Fékk bréf fyrir skömmu þar sem mér var tilkynnt að ég gæti eingöngu sótt um frístundaheimilisvist fyrir börnin mín fyrir næsta skólaár í gegnum "Rafrænu Reykjavík" á www.reykjavik.is. "Fyrstir koma - fyrstir fá" var kveðjan sem Frístundaheimilið sendi mér svo í tölvupósti í gær.

Ég beið við tölvuna mína kl. 9 því að þá átti að opna fyrir skráningar á rafræna reykjavíkurklúðrinu. Og hvað gerist?? Auðvitað og AÐ SJÁLFSÖGÐU krassar vefurinn og hefur legið niðri síðan. Foreldrar í Reykjavík hafa þurft að bíða á biðlistum mánuðum saman eftir plássum á skóladagheimilum og hafa því aldeilis ætlað að tryggja sínu barni pláss. Auðvitað er klúður númer eitt að það skulu þurfa að vera nokkrir biðlistar to begin with.

Að sjálfsögðu er líka fáránlega ótímabært að heimta rafrænar skráningar á svona löguðu. Fyrir utan að þessir aumu serverar hjá Reykjavíkurborg þola engan veginn álagið þá eru fjölmargir foreldrar sem ekki hafa kost á því að komast í tölvu í einhverju tímakapphlaupi.

R-listinn fær stórt mínusstig fyrir allt þetta mál. Fyrir biðlistana, fyrir lélega kaupið sem starfsmönnum skóladagheimilanna er boðið og síðast en ekki síst fyrir skýjaborgina sína, Rafrænu Reykjavík!!

Það verður stuð hjá Steinunni Valdísi borgarstjóra að greiða úr þessari flækju.

Tuesday, February 14, 2006

Good things in life


Þar sem að mér finnst ég búin að vera frekar neikvæð á þessu bloggi mínu undanfarið þá ætla ég hér með að bæta úr því og nefna nokkra stóra og litla hluti sem maður gleymir stundum hvað maður er lánsamur að upplifa.

Birta
Í dag hefur sólin skinið viðstöðulaust á okkur borgarbúa. Nei, það er ekki hlýtt úti samt en dagurinn er alltaf að lengjast og vorið á næsta leiti.

Morgnar
ég elska að Gerður sé búin að hella uppá heitt og ilmandi kaffi handa mér á hverjum morgni þegar ég kem í vinnuna. Vélarkaffið í vinnunni er ógeðslegt þannig þetta hefur bjargað fyrir mér mörgum morgnum.

Vinátta
Það er ómetanlegt að eiga góða vini og ég á þá bestu :)

Knús
Að vakna við hlýtt og krúttlegt knús frá yngri syni mínum er frábært. Þá sjaldan sem hann vaknar á undan mér.

Toblerone
Nammi getur gert kraftaverk við orkuleysi á dimmum dögum :)

Peningar
Ég er þakklát fyrir að geta séð fyrir mér og sonum mínum og þurfa ekki að spá í hverri einustu krónu lengur. Þó að ég sé langt frá því að geta leyft mér allt sem ég vil þá þarf ég allavega ekki að kveljast úr kvíðaverkjum um hver mánaðarmót lengur.

Afkvæmi
Hraustir, heilbrigðir, greindir, kátir og góðir synir er meira en nokkur mamma getur beðið um. Ég er ótrúlega þakklát. I rest my case.

Tónlist
Það er fátt sem gott lag á réttum tíma getur ekki lagað. Eins er frábært að heyra fólk spila á hljóðfæri... svo lengi sem það getur það með einhverju móti :)

Samstaða
Ég elska að sjá hvað synir mínir eru mikið "team" þegar á reynir. Þó að þeir geti rifist eins og tvær gamlar kellingar stundum þá þykir þeim greinilega vænt um hvorn annan.

Tilfinningar
Ég er þakklát fyrir að finna þá ólýsanlegu tilfinningu að vilja gera allt fyrir aðra mennskju. Þó að þetta sé vissulega tilfinning sem gerir mann brothættan þá er hún vel þess virði.

Afslöppun
Að vita stundum að það er ekkert sérstakt sem ég þarf að gera er ómetanlegt. Horfa á Tv, drekka kaffi, lesa blöðin... það er málið.

Internetið
Vá, allir elska það, er það ekki?? Ógrynni afþreyingar og ónotfhæfra upplýsinga. Hver getur beðið um meira?

Snerting
Að fá að snerta einhvern sem manni þykir vænt um er hreinlega lífgefandi. Stundum segir snerting meira en milljón orð og sparar manni því tíma, er það ekki ? :)

Hlátur
Rugl, vitleysa og aulabrandarar geta bjargað svartasta degi.

Vatn
Sturta eða bað gerir mann ekki bara hreinan heldur getur það líka á undraverðan hátt hreinsað hugann.

Þetta ætti að vera nóg til að gera mann hamingjusaman, allavega á köflum er það ekki?

Monday, February 06, 2006

What's my name again?


Ofsaleg bloggleti er þetta hjá mér!

Það er kominn febrúar enn eina ferðina. Janúar leið furðuhratt eins og tíminn virðist bara gera almennt þessa dagana. Búið að vera brjálað að gera í vinnunni like usual. Mamma fór í aðgerð í síðustu viku sem gekk vel en fékk svo einhverja sýkingu um helgina og þurfti að leggjast aftur inn á LSH. Vonandi nær hún samt að komast á ról fyrir 14. feb en þá ætluðu þau gömlu hjónin til Kanarí. Hún gamla mín þarf svo sannarlega á því að halda að slappa af og komast í burtu frá afkæmi sínu, Ísfugli ehf. :-)

Er "flutt" inní eldhúsið mitt, þó að því sé ekki lokið. Vantar ennþá eitthvað á milli skápana og eitthvað smotterís eins og einhverja lista og svoleiðis. Það þykja mér smámunir á þessum síðustu og verstu tímum. Ég er mjög sátt við útkomuna og er viss um þetta verður flottasta eldhús í heimi þegar þetta verður loksins alveg búið ;)

Er að reyna af alefli að losna við síðustu angana af þessum leiðinda sjúkdómi sem er búinn að herja á mig í áraraðir. Ætlar að reynast erfitt að klára þetta mál bara. Eftir +15 ár eru heilinn, hugsunin og líkaminn vanir ákveðinni meðferð og aðferð til að díla við hluti. Ég bara kann ekki að lifa öðruvísi og er með sjálfa mig í hálfgerðu enduruppeldi ef svo mætti segja. Í theoríu er allt svona svo einfalt og maður fyllist bjartsýni um að komast úr þessum vítahring en í praktís er þetta allt annað.

Muniði eftir Andrési Önd í gamla daga? Þegar hann var með engla-andrés og púka-andrés á sitthvorri öxlinni að rífast um hvað hann ætti að gera? Svoleiðis líður mér. Rétt er rétt en rangt er líka rétt... ef þið skiljið eitthvað hvað ég er að meina. Það er ekki í eðli mannsins að pína sjálfan sig og að mínu mati eru allir þeir sem það gera eitthvað veikir. Það sem er einna erfiðast fyrir mig að gera er að ræða um þetta við fólk. Hvort sem það eru sérfræðingar á LSH, fjölskylda, maki eða vinir. Þessi veikleiki minn var eitthvað sem ég hélt útaf fyrir mig í 13 ár með allri þeirri sektarkennd og vanlíðan sem því fylgdi. Það er hvorki í eðli mínu né uppeldi að kvarta og kveina enda er allt sem að fólki amar "aumingjaskapur" hvort sem er.

Að skrifa um þetta er mun auðveldara fyrir mig og ég bið ykkur, elsku aðstandendur, að sýna mér enn meiri þolinmæði gagnvart því sem ég er að reyna að gera mér til lækningar. Ég veit ósköp vel að fólk meinar vel þegar það skammar mig fyrir að gera hitt og þetta og fyrir vera ekki í stanslausum viðtölum o.s.frv. Þessum sjúkdómi fylgir mikið orkuleysi, bæði andlegt og líkamlegt og kannski gengur ekki batinn hraðar fyrir sig en raun ber vitni útaf því. Ég bara veit það ekki. En ég ER á réttri leið. Jafnframt vil ég þakka ykkur fyrir stuðningin sem er ómetanlegur.

Hins vegar er annað sem fylgir jafnframt þessum sjúkdómi sem mér finnst líka erfitt að komast í gegnum og framhjá. Það er öryggisleysið og lélega sjálfsmatið sem einkennir sjúkdóma í þessum flokki. Það er skelfilega leiðinlegt að efast alltaf um álit annarra. Það er erfitt að geta ekki tekið hrósi nema með fyrirvara. Það er pirrandi að overanylisa allt sem sagt er við mann. Þetta finnst mér erfiðast af öllu að höndla. Ég er gjörsamlega berskjölduð gagnvart því sem sagt er við mig eða um mig. Það er bæði heimskulegt og orkufrekt og ég geri mér grein fyrir því. En góðu fréttirnar eru þær að þetta hefur lagast nokkuð og ég finn það. En það er ennþá þónokkuð í land og ég er ekkert að gefast upp. Þetta helst tvímælalaust í hendur, öryggisleysi veldur því að öll einkenni sjúkdómsins gjósa upp s.s. deyfð, leiði og önnur dæmigerð einkenni.

Til ykkar sem lesa þetta, sem eru að mér vitandi aðeins fólk sem þekkir mig vel og ég treysti, þá langar mig að þakka ykkur fyrir ykkar stuðning. Ég get ekki alltaf svarað því þegar þið spurjið mig "hvernig gengur þér núna?". Ég get allavega ekki svarað því alveg hreinskilnislega. Kannski afþví að óskin um að það gangi betur en raun ber vitni er ansi sterk. En svona er staðan allavega. Hún gæti verið betri en hún gæti líka verið muuuun verri. Ekki hneykslast á mér eða afskrifa mig sem vonlausan ræfil :) I'll get there some day :) Þangað til vil ég halda áfram að reyna að lifa jafneðlilegu lífi og mögulegt er.

Bless ya'll
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com