Wednesday, December 19, 2007

I'm siiiiinging in the raaaiiin...


Sko, hvað gerðist með veðurfarið á þessu landi? Mig langar í snjó, mig langar í skafla og mig langar í frost. Takk. Ég fór varla á fjandans nagladekkin til að keyra um í endalausum pollum?

Jæja, öppdeit af jóla-hlutum-sem-maður-verður-að-gera:


Keyptar jólagjafir: Allar nema ein... Held ég... vona að ég sé ekki að gleyma neinum!
Jólalög sungin: Ég syng oft jólalög. En ég hef t.d. fengið viðbrögðin "þar fór jólaskapið". Mér leiðinlegt ef að ég skemmi jólaskap fólks með engilfögrum söng mínum. Ennn... so be it! :P
Jólakort skrifuð: Öll! Á reyndar eftir að setja þau í póst....
Jólakökur bakaðar: Ég bakaði mínar fyrstu Sörur og þær heppnuðust bara alveg ljómandi vel. Eins bakaði ég piparkökuhús um helgina sem er hérna á myndinni fyrir ofan. Ég er bakaradrengurinn. Hver vill vera Hérastubbur??
Jólaföt keypt: Uhhh... engin handa mér ennþá :(
Plön um jólin: Confirmed! Roger that.
Jólagjafir sem búið er að pakka inn: Tvær... ég keypti eina pakkaða og hinni varð ég að pakka inn svo að Jói myndi ekki kíkja í kassann! Pakka restinni um helgina með piparköku í annari og jólaöl í hinni!

Annars er bara allt gott að frétta fyrir utan óþolandi rigningahelvíti. Strákarnir mínir eru um það bil að detta í jólafrí og orðnir mjög spenntir. Annars er ég frekar værukær þessa dagana, væri alveg til í að taka einn dagi í að sofa út í eitt. Smá uppsöfnuð þreyta í gangi held ég.

Við keyptum okkur ótrúlega skemmtilegan tölvuleik, svona kvikmyndaspurningaleik sem heitir Scene it! Þetta er ótrúlega fjölbreyttur leikur með allskyns þrautum. Ekki slæmt að geta lífgað upp á rigningakvöldin með nettu rústi í Scene it ;D

Hlakka geðveikt til 22.des, þá ætlum við nokkrar að hafa smá stelpupartý. Helga mín verður þá komin í bæinn og ekki tilefni til annars en að slá upp veislu!

Back to work... hafið það gott fram að jólum, krúttin mín.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com