Tuesday, July 25, 2006

Summer of 2006

Meira djókið þetta "sumar"!

Nánast daglega eru slegin kuldamet á höfuðborgarsvæðinu, mörgæsir og ísbirnir taka sér bólfestu í miðbænum og snjóruðningsmenn hafa aldrei haft jafn mikið að gera.

Eða næstum því. Best að kvarta ekki mikið þar sem síðasta vika verður að teljast vera "góð" fyrst gula gerpið lét sjá sig af og til.

Og neinei, ég er ekkert frustrated yfir veðrinu, afhverju haldið þið það?? Langflestir sem ég þekki hafa nú þegar farið í sólarlandaferð til að vinna upp D-vítamínskortinn og fá nokkrar freknur. Skiljanlega. Íslendingar tala svo mikið um veðrið.... well... staðreyndin er sú að veðrið skiptir bara HEILMIKLU máli. Höfuðborgarbúar eru flestir komnir með uppí kok af skýjum og rigningu - nú finnst mér bara réttlátt að við fáum að hafa gula gerpið í smá stund. OK??

Annars er bara gott að frétta. Ég er ekki enn búin að fara í frí, fer í þaaaarnæstu viku í langþráð sumarfrí. Hér í vinnunni er skelfilegt ástand, alltof margir í fríi í einu og hinum greyjunum sem eftir eru, er pískað út!

Þorsteinn Óli er hættur í leikskóla :-/
Síðasti dagurinn hans var á föstudaginn og mamma hans var með sting í hjartanu þegar hún tók saman dótið hans í síðasta skipti á Seljakoti. Össs... þetta vex of hratt. Nú tekur bara grunnskólinn við og það er mikil tilhlökkun í þeim stutta.

Nú eru synir mínir í tveggja vikna fríi hjá pabba sínum og það er soldið skrýtið. Þá þarf maður að beina orkunni eitthvert annað á meðan... til dæmis að því að prjóna (?!?!).

Jæja, ég þarf að halda áfram að vinna... eitt að lokum.... MIG LANGAR TIL ÚTLANDA!!! :(
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com