Monday, October 23, 2006

Kvef og bíómyndir

Já lesendur góðir þá er mar bara heima með kvef, hósta og hálsbólgu. Haustkvebbinn náði í skottið á mér á föstudaginn og er því búin að vera hálfslöpp alla helgina.

Eldri sonurinn átti afmæli í gær. Jessör, ÁTTA ár frá fæðingu skrípisins. Hélt hann afmæli heima hjá föðurömmu sinni í gær og fór allt vel fram.

Að undanskildu afmæli var lítið um að vera um helgina. Afrekaði þó að vera stoppuð fyrir of hraðan akstur á föstudagskvöldið. Asnalega Kópavogslöggan greinilega ekki uppteknari á föstudagskvöldum en þetta. Stoppandi húsmæður á leið sinni að ná í kærasta í afmæli. Össs, heimurinn versnandi fer. Vona að ég hafi smitað lögguna af flensu!

Afrekaði reyndar annað. Horfði á myndina Heat í gær frá árinu 1995. Sá aldrei þessa mynd á sínum tíma, sjálfsagt vegna þess að ALLIR voru að tala um hana. Þegar ég lít aftur í tímann sé ég greinilega að þær myndir sem ALLIR fara að sjá og ÖLLUM finnst æðislegar, það eru myndirnar sem ég fresta að sjá. Ja, um svona 10 ár eða svo. Dæmi: LOTR myndirnar, Harry Potter, Starwars, Matrix ofl. ofl.

Veit ekki útaf hverju þetta er svona. Barnaleg þrjóska? Þvermóðskuleg heimska? Skortur á tíma til að horfa á allar þessar myndir? En afhverju horfi ég þá á yfirmáta lélegar myndir eins og Just Friends???

Reyndar hefur kærastinn sett mig fyrir framan TV og látið mig horfa á bæði LOTR og Matrix og að sjálfsögðu eru þetta frábærar myndir. Og Heat. Hún var mjööög góð. Ekki að ég hafi efast eitthvað um það fyrirfram. Bara... for some reason... þá sá ég hana aldrei.

Jæja, gleðilegan mánudag og veriði góð!

Sunday, October 15, 2006

Helgin að baki...



Þá er sunnudagskvöld og ég sit í rólegheitum og drekk Frissa Fríska... með appelsínubragði.

Ágætis helgi að baki. Ég og hinn helmingurinn fórum með brjálæðingana okkar þrjá hingað og þangað. M.a. 5 ára afmæli Smáralindar þar sem Jónsi, Birgitta og fleiri stigu á svið. Að því búnu var rölt í nammiland Hagkaupa eftir að hafa tekist að brenna munninn á öllum þremur drengjunum við pizzusmökkun í sömu búð. Variði ykkur á þeim sem bjóða ykkur að smakka Toro pizzur. They're vicious! And they're after your tounge!

Frá nammilandi urðum við að flýja. Gangurinn var stappfullur, sýndist nú frekar vera fullorðnir en börn sem stóðu og tróðu nammi í poka, á gólfið og uppí sig. Ef vel er að gáð er nammiland subbulegur staður til að vera á! Forvitnilegt væri að rannsaka gerlafjölda í nammiboxunum. Þá sérstaklega þessum í neðstu röð. En... á misjöfnu alast börnin best og allt það...

Förinni var heitið í annað nammiland sem var mun minna troðið og mun lélegra úrval. Já, maður þarf að fá sínar tegundir sko. Sykurvíman kom fljótt og örugglega yfir litla fólkið og var nýtt í háværa leiki heima fyrir.

Í dag kíktum við svo á Leikbæjarmarkaðinn í Perlunni. Það var ljóta krappið! Ca. tíu tegundir af hundleiðinlegum leikföngum og mest áberandi var eitthver tryllingsleg hringlaga vélmennisómynd sem ætti um allt gólf tilviljunarkennt og gjörsamlega án tilgangs. Tók loksins almennilega við sér þegar yngsti meðlimur hópsins okkar sparkaði duglega í hana! Má bjóða ykkur svona leikfang... það kostar AÐEINS 17 þúsund krónur. For fu** sakes... hví!?

Hungur rak okkur í Kringluna þar sem við fengum okkur pizzu. Fengum svo þá brilliant hugmynd að leyfa strákunum að fara í Ævintýralandið. Snilld. Kostaði 1090 krónur klukkutíminn fyrir tríóið með afslætti. Af hverju hefur maður ekki nýtt sér þetta betur?? Þennan klukkutíma ráfuðum við tvö þreyttu foreldrarnir um Kringluna, orðalaust og dofin. Duttum svo niður á stóla á kaffihúsi og ég bókstaflega þambaði einn kaffibolla (dagskvótinn af kaffi).

Fórum svo með "the claim ticket" aftur í Ævintýraland og réttum afgreiðslustúlku í skiptum fyrir brjálæðingana þrjá. Við afgreiðsluna á öllum börnunum hafði myndast káos og mér datt í hug orskotstund hvort að ég ætti ekki bara að fara heim og athuga hæfileika sona minna til að lifa af í náttúrunni. Afréð þó að kippa þeim með heim fyrst þeir voru búnir að spotta mig. Þeir voru alsælir með Ævintýraland. Komu út rjóðir og sællegir með Kinderegg í annari og helíum-blöðru í hinni. Ævintýraland er snilld. BARA snilld.....verst að það er engin svefnaðstaða þarna fyrir þá.

Svo...! Ekki var mikið sofið eða hvílst (blessað barnalánið hefur leikið við mann) en engu að síður fín helgi. Merkilegt með svona litla stráka. Þeir eru alltaf í hálfgerðri samkeppni. Um ALLT. Allt þarf að vera jafnt, allir þurfa að gera það sama og jafnmikið. Ef ekki þá er fjandinn laus og 6 stykki af bláum augum stara á mann í ásökun og jafnvel hálffull af tárum. Það sem ég skil ekki er: Afhverju geta þeir ekki bara sitið og leikið sér í Playmo?????

Útipúkarnir synir mínir virðast ekkert höndla svona mikla innveru. Þeir verða hálf eirðarlausir og allt að því snarklikkaðir á tíðum. Afhverju byggir Reykjavíkurborg ekki stóran stóran stóran hjúp yfir borgina svo að það sé þokkalegt veður hérna allan ársins hring? Enginn metnaður í stjórnmálamönnum.

Jæja, nóg um börn. Í vinnunni minni er búið að vera mikið að gera sem er vel. Time flies þegar mikið er um að vera og það er kostur! Október hefur alltaf verið og heldur áfram að vera leiðinlegur mánuður. Einhvernveginn hittist alltaf þannig á að ég er staurblönk þennan mánuð og hann er dimmur, blautur og kaldur. Já og úlfarnir fara á stjá! Og tvö barnaafmæli hjá mér í seinustu viku mánaðarins. Þrjú með fjölskylduafmælinu.

Þið sem horfið á fótbolta hafið kannski séð eldri son minn leiða leikmann inn á völlinn í landsleiknum á móti Svíum. Þokkalega big moment in his life :)

Jæja, þetta er orðin of löng færsla. Svona er þetta þegar mar nennir ekki að blogga vikum saman...

Hafið það gott, dudes!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com