Wednesday, September 27, 2006

Doin' good, doin' good....


Vá, ég vissi ekki að ég væri svona helvíti mikill koffínfíkill! Jú, vissulega elska ég kaffi og finnst það heitt og gott og yndislegt... en að ég fengi hreinlega fráhvörf, það vissi ég ekki.

Allavega þá gengur vel að drekka ekki kaffi. Hálfur bolli í dag, that's all. Það versta er að mér gengur ekkert sérlega vel að finna mér eitthvað annað í staðinn. Kannski ég ætti að brugga mér koffínlaust kaffi heima hjá mér á morgnana og mæta með í köflóttum hitabrúsa í vinnuna. Svona eins og afi gerði í 60 ár eða svo. Það er möguleiki...

Annars er lítið að frétta. Jarðkúlan heldur áfram að snúast og við snúumst flest með henni.

Hey, takiði nú þátt í smá tilraun. Tilbúin?? Fylgiði leiðbeiningunum:

1. snúiði hægri fæti, eða sko ökklanum í hringi. Þið verðið að snúa honum réttsælis as in sólarhringinn as in clockwise....
2. athugiði hvort þið séuð örugglega ekki að snúa í rétta átt. Í sömu átt og klukkan gengur :D
3. Ok...
4. Með hægri hendi, skrifið töluna 6 út í loftið.
5. Og voila.... þið hafið byrjað að snúa löppinni í hina áttinina án þess að fatta það.
6. Reynið aftur ef þið þykist geta skrifað töluna 6 út í loftið og snúið fætinum réttsælis.

Bara svo að þið vitið það, þá er það ekki hægt. Fóturinn bara stoppar og fer hinn hringinn um leið og þið skrifið 6 út í loftið.
Svona er mannsheilinn nú merkileg smíð...

Þessi einfalda þraut var í boði JL Corporation of Wisdom Group.

Eigiði góðan dag!

Monday, September 25, 2006

mánudagsblogg

Vitiði hvað er ömurlegt að vera í vinnunni á mánudagsmorgni og geta ekki drukkið kaffi??

Vitiði það, vitiði það? Ha?

Læknirinn minn sagði mér að ég þyrfti að skera niður kaffineyslu. Hann hefði alveg eins getað sagt við mig "þú verður að labba á höndum eftir hádegi alla daga vikunnar!".

Fékk mér hálfan bolla kl. 7:45 og hálfan kl. 9:45. Vá, hvað þetta er eitthvað asnalegt. Ég er vön að vera búin að drekka 4-5 bolla á þessum tíma dags undir eðlilegum kringumstæðum. Líkaminn skelfur, titrar, engist og kallar á KAFFI! En ég er sterk, I can do it!!!!! Stefna tekin á hálfan bolla í hádeginu. Kannski mar bara njóti kaffisins enn betur undir þessum kringumstæðum.

Er sumsé með ónýtan maga og að drepast úr streitu, koffín þykir ekki gott í slíkum tilfellum... alltaf verið að banna manni allt. Og ég má heldur ekki drekka áfengi. Breytir svosem engu, hef ekki drukkið í heilt ár. En merkilegt nokk, síðan læknirinn sagði að ég mætti ekki drekka.... þá langar mig allt í einu að detta í það. Voðalega getur maður verið fucked up! Eins og lítill óþekkur krakki...

Helgin var fín, mikil rólegheit. Tók mér eftirfarandi fyrir hendur:
- Fór tvisvar í heimsókn til Sunnu
- Borðaði góðan mat
- Hékk í tölvuleiknum Settlers, er verulega húkt á honum! (læknirinn sagði mér að finna eitthvað til að dreifa huganum, jessss!!!)
- plokkaði og litaði fjórar augabrúnir
- fór aðeins að vinna
- fór í Nammiland... og þ.a.l. Smáralind (aukaatriði).
- borðaði nammið (eins og gefur að skilja) og las blöð.
- smakkaði tvær nýjar tegundir af te. Báðar fínar... samt ekkert eins og kaffi :(
- Horfði eitthvað smá á TV, voða lítið samt.
- Svaf....!!!

Sumsé ágætis helgi að baki.

Núna þessa viku verða strákarnir alfarið hjá mér, nýtt skipulag hjá mér og barnsföðurnum. Ég er semsagt með þá eina heila viku, hann næstu viku og svo er ein vika blönduð. Gengur bara vel, þeir eru alltaf jafnkátir að koma til mín og eins kátir að fara til pabba síns. Rosalega fegin hvað þetta gengur vel.

Jæja, nóg í bili. Ég ætla að fara að plana hvernig hálfi hádegiskaffibollinn á að vera... á ég að hafa hann í frauðplastbolla... eða leirbolla? Eða kannski plastbolla?

Tuesday, September 19, 2006

BS as in BullShit!

Er ekki búin að gera það upp við mig í dag hvort ég á að vera í góðu eða vondu skapi.

Ástæður fyrir því að vera í góðu skapi:
1. er að fara í nudd eftir tvo tíma
2. ég er ekki haldin lífshættulegum sjúkdómum (sem ég veit um)
3. ég fékk ótrúlega gott kaffi í morgun
4. ég kláraði hundleiðinlegan pappírsvinnubunka áðan

(ætla ekki að taka það fram að ég á frábæran kærasta, fjölskyldu, börn og allt það... ég er að tala um góða hluti fyrir utan það!)

Ástæður til að vera í vondu skapi:
1. Sparkaði í þröskuld í morgun og er illt í miðjutánni vinstrameginn.
2. Vaknaði kl. 6:10 í morgun með brjálað hár! Hafði ekki tíma til að þvo hár og ég finn að það er ennþá brjálað.
3. Er ennþá mjög illt í öxl.
4. Hafið þið séð fucking veðrið úti????
5. hef þurft að heyra Boten Anna tviiisvar í morgun OG er með það á heilanum!!

(ætla ekki að taka fram að ég er stórskuldug, skítblönk og trúlaus á guð og geimverur... ég er að tala um vonda hluti fyrir utan það!)
__________________________________________________

Niðurstaða: Engin! Ég verð að meta þegar líða tekur á daginn hvort ýmsir þættir ástæðna geti breyst. T.d. veðrið gæti batnað (fat chance!)....

Þangað til verð ég bara í engu skapi. Ekki vondu. Ekki góðu. Bara engu. Jei.

Over and out of space...

Saturday, September 16, 2006

Öxl og heimasíða

Vá, hvað ég er dugleg að blogga.

Búin að vera hundleiðinleg vika, öxlin á mér búin að sýna nýjar víddir í leiðindum. Endaði með magabólgu, útaf bólgueyðandi lyfjum... sarcastic! Fékk þá þrjár sterasprautur í öxlina og fékk einhver væg ofnæmisviðbrögð sem komu fram í flekkjum!! Anyway... ferlega gaman.

Er að dútla í annari heimasíðu... megið kíkja ef þið viljið www.nafnlaus.is/hanna

Getur verið að ég flytji allt heila klabbið þangað innan tíðar.

Langar að fara að vinna við grafík aftur... þannig að þessi síða er svona grafískt CV :)

Tékk itt át...

Góða helgi!

Wednesday, September 06, 2006

The Fog

Góðan daginn...

Vá, hvað allt var skrýtið í morgun. Ótrúlega þétt þoka niður við jörð... svona þoka sem að alls kyns snákar og skriðdýr fela sig í. Uppgufun eða eitthvað. Creepy shit segi ég!

Leist vel á SuperNova í gær. Er farin að hallast að því að Toby taki þetta bara - helvíti flottur í gær. Magni stóð vel og mér finnst að hann eigi skilið að fara áfram í lokaþáttinn. Var reyndar alveg að sofna yfir þessu öllu í gær, rétt náði að hanga uppi yfir þættinum og ganga í svefni inní tölvuherbergi til að kjósa.

Af hverju er maður alltaf svona þreyttur? Er mar orðinn svona djöfulli gamall að maður getur ekki vakað frameftir eitt kvöld? Usss. Og svo pínir maður sig til að vaka og afleiðingin af því er svo að ég rétt náði að draaaaga mig framúr í morgun. Með miklum erfiðleikum. Held mig vanti vítamín. Og kaffi! Mmmmmm.... kaaaaffi....

Have a nice day mofos!

Tuesday, September 05, 2006

Míbb!

Rockstar Supernova í algleymingi og allir tilbúnir fyrir vöku fram á nótt :)

Djöfulli fer það í mínar fínustu taugar þegar fólk er að segja "ég kýs hann sko ekki, asnalegt að allir séu að kjósa bara til að halda honum inni!"

Hver segir að maður sé ekki að kjósa hann fyrir hans verðleika? Ég væri ekki að vaka fram á nótt og berja hausnum við tölvuskjáinn ef að mér finndist hann ekki eiga skilið að vera áfram. Það sem fólk gleymir að spá í er að Magni stendur illa að vígi með sitt "bakland" þar sem þættirnir eru mjög seint á dagskrá hérna. Allir keppendur hafa sitt bakland, sína heimabyggð. Toby er með Melbourne, Storm með Portland... halló vitiði hvað búa margir þar?? Stelpa úr heimabæ Ryans viðurkenndi fúslega að hafa kosið hann 1200 sinnum. Ég veit það bara að ég byrjaði ekki að kjósa fyrr en fyrir þrem vikum. Why? Afþví að ég nennti ekki að vaka eftir þessu.

Að Íslendingar kjósi Magna í Rockstar finnst mér bara allt í lagi og sérstaklega þar sem hann hefur staðið sig frábærlega og stendur hinum svo sannarlega ekki á sporði. "Hæp" eins og Síminn og OgVoda eru búnir að standa fyrir er samt soldið too much en væntanlega eru gróða- og auglýsingasjónarmið í gangi þar frekar en velvild til Magna. Þó veit maður ekki.

Eins og ég hef sagt áður þá veit ég hins vegar ekkert hvort það væri Magna eitthvað til framdráttar að ganga til liðs við þessa blessuðu hljómsveit. En hann er búinn að standa sig svakalega vel og á skilinn stuðning. Ég er ekki að tala um 100 sms eða 400 internet-votes heldur bara... normal!

Af gefnu tilefni..... nei, ef að Leoncie væri að keppa fyrir Íslands hönd í svona keppni þá myndi ég ekki kjósa hana! Magni hefur hækkað verulega í áliti hjá mér fyrir frammistöðu sína og ég hef glöð étið allt ofan í mig sem ég sagði um hann í gamla daga :)

Góðar stundir og gott Súpernóvvva!

Friday, September 01, 2006

Bréf (stolið)

Opið bréf til Gunnars í Krossinum, Jón Vals Jenssonar, Snorra í Betel sem og annarra bókstafstrúarmanna sem hafa “Sannleikann” sín megin og birtu m.a. auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag varðandi,,lækningu” við samkynhneigð.

Kæru bókstafstrúarmenn,

kærar þakkir fyrir upplýsa fáfróðan almenning á Íslandi varðandi ,,Guðs lög” sem og um ,,sannleikann”. Það er ljóst að það er mjög margt sem maður getur lært frá ykkur – vitrari mönnum – og við reynum t.d. að miðla ykkar fróðleik eins víða og við getum þar sem við teljum ykkur vera eins og þið segið – boðberar sannleikans í einu og öllu. Það eru hinsvegar nokkur atriði sem við þurfum aðstoð við varðandi ,,Guðs orð” því eins og þið bentið alltaf á, er sannleikann að finna í Guðs orði og orð Guðs er óbreytanlegt og eilíft.

Eftir að hafa lesið Guðs orð undanfarið vakna nokkrar spurningar varðandi óbreytanleika guðs orðs sem og þeirrar fullyrðingar að guðs orð sé eilíft og hinn eini sannleikur:

1. Mig langar að selja dóttur mína í þrældóm eins og leyft er í guðs orði, Exodus 21:7 – hvað teljið þið eðlilegt markaðsverð fyrir hana þar sem þið eruð jú sérfræðingarnir hérna, er 18 ára og gullfalleg.

2. Ég veit að ég má ekki hafa neitt samband af neinu tagi við konu á meðan hún er ´”túr” sbr. guðs orð Lev 15:19-24....hvernig fer ég að því að hafa ekkert samband að neinu tagi við konu mína svo dögum skiptir ? Ber mér að flytja út úr húsinu okkar ?

3. Í guðs orði, Lev 25:44 segir skýrt að ég megi hafa þræla – bæði karlmenn sem og konur, svo framarlega sem þeir eru keyptir frá nágrannalöndum okkar. Vandamálið er að ég er mjög hrifinn af Þjóðverjum og því langar mig að spyrja af hverju ég megi ekki eiga þræla frá Þýskalandi þótt það sé ekki nágrannaland okkar ?

4. Ég á vin sem krefst þess að vinna á “Sabbath” deginum. Í Guðs orði, Exodus 35:2 segir skýrt að hann skuli tekinn af lífi fyrir slíkan óhæfuverknað. Er ég skyldugur til að drepa hann sjálfur eða get ég látið öðrum það eftir ?

5. Í guðs orði, Lev 21:20 segir skýrt að ég megi ekki nálgast altari guðs ef ég hafi sjónskekkju , þ.e. ekki fullkomna sýn. Ég verð að viðurkenna að ég nota lesgleraugu – er ekki eitthvad svigrúm hérna svo ég geti nálgast altari guðs ?

6. Flestir karlkyns vinir mínir fara í klippingu og snyrta nefhár osvfrv.,þrátt fyrir að þetta sé stranglega bannað skv.guðs orði, Lev 19:27. Á hvaða hátt ber að taka þessa menn af lífi ? Kitlar mig soldið að keyra yfir þá á nýja jeppanum mínum ?

7. Frændi minn er bóndi. Því miður brýtur hann guðs orð, Lev 19:19 þar sem hann er með 2 uppskerur á sömu jörð. Kona hans brýtur einnig sama ákvæði Guðs orðs með því að nota 2 mismunandi efni í fötin sín (Cotton/Polyester). Hann blótar einnig og rífur kjaft. Er það virkilega nauðsynlegt að safna öllum bæjarbúum til að grýta þau til dauða eins og segir í guðs orði (Lev 24:10-16) ? Er ekki bara hægt að brenna þau til dauða innan fjölskyldunnar, eins og við gerum með fólk sem sefur hjá ættingjum sínum ?

Ég veit að þið hafið skoðað og lært þessar kenningar í einu og öllu svo ég er sannfærður að þið getið hjálpað. Og síðast en ekki síst – bestu þakkir fyrir að benda okkur á að Guðs orðs er ÓBREYTANLEGT og EILÍFT.

Bestu kveður,

Hinir fáfróðu
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com