Thursday, December 15, 2005

Stopp í bili!



Jæja, þá eru komnar hurðir og allar framhliðar. Múrarinn kom í fyrradag og tók mót fyrir borðplötu. Hann gleymdi reyndar að gera ráð fyrir helluborðinu mínu þannig að hann þarf að koma aftur og taka mál af því. Eða taka helluborðið! Í kvöld þarf ég að grilla kvöldmatinn fyrir mig og synina. Það er fínt mar. Góð tilbreyting við eldamennskuna ;)

Ég er ennþá í basli með hvað ég á að setja á milli skápanna. Eins og sjá má er veggurinn ekki mjög kræsilegur á að líta og pirrar mig ósegjanlega!

Núna ætla ég að reyna að taka aðeins til og jafnvel reyna að skrúfa forstofuskápinn minn saman. Það getur varla verið meira vesen en að festa saman hornskáp. Gæti hins vegar orðið vesen að lyfta honum og færa til :/

En þetta er samt allt að koma og verður vonandi komið í þokkalegt horf eftir viku :)

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com