Skrið á hlutina!

Jæja, þá hef ég ákveðið að gerst iðnaðarmaður eina helgi eða svo. Fæ nýju eldhúsinnréttinguna mín senda í kvöld og því verð ég (með smá hjálp reyndar) að rífa hina niður núna á eftir. Fékk afa sona minna til að vera nýi smiðurinn minn þar sem að hinn smiðurinn er í verkefnum upp fyrir haus þessa dagana. Til þess að vera iðnaðarmaður þarf maður samt að tileinka sér ákveðna hluti sem eru:
1. Aldrei standa við tímaáætlanir.
2. Vera í alltof litlum buxum svo að rassaskoran standi uppúr.
3. Fara oft og mikið og lengi í kaffi.
4. Gleyma verkfærum útum allt.
5. Beygja sig óþarflega mikið svo að saklaust fólk sjái rassaskoruna.
Ég held að ég ætti að ráða við flest af þessu!!
Bendi þeim á það sem ekki hafa náð sér í jólaskapið að hlusta á þetta lag með Baggalúti . Þráinn gamli hundur og félagi leggur þeim Baggalútum lið þarna og spilar á gítar.
Annars er allt gott að frétta fyrir utan það að mamma mín er búin að vera á spítala í tæpa viku útaf bráðabrisbólgu :( Hún er nú samt á batavegi og verður vonandi orðin söm við sig sem fyrst. Pabbi tók sig líka til og handleggsbraut sig sama dag og hún fór á spítalann. Gæfulegt þetta fólk - vita þau ekki að jólin eru að koma og nóg að gera?! ;)
Untill next time, babes
<< Home