Skápar komnir....

Í dag er ég búin að vera að skrúfa upp skápa- höldur og skúffu- höldur. Verð að segja að ég er ekkert sérstaklega öflugur iðnaðarmaður. Það er erfitt að skrúfa svona upp fyrir sig, sérstaklega þegar maður þarf að halda með skrúfjárni öðrumeginn og borvél hinumeginn!!!!
Ef þið eruð að spá hvað er á veggnum milli skápana, þá er þetta lím!! Og nei, ég veit ekki hvað ég á að gera til að losa það!
Múrarinn er á leiðinni til að taka mál af borðplötunni sem hann ætlar að steypa. Það getur tekið uppundir viku að gera það - veit ekki hvort ég get beðið svo lengi! Er búin að bíða svo lengi eftir þessu eldhúsi að hver mínúta skiptir máli núna!
Anyway - þetta er staðan í dag.
Kveðja frá Hönnu smið.
<< Home