Gleðilega hátíð

Þá er hinu eiginlega jólabrjálæði lokið í þetta sinn. Þetta fór bara allt vel fram. Soldið öðruvísi en venjulega en samt bara fínt. Fékk fullt af flottum og góðum pökkum, alltaf jafn gaman :D
Er nú að bíða í eftirvæntingu eftir borðplötunni minni. Langar til að eignast heimili aftur. Hér er allt á öðrum endanum. T.d. er örbylgjuofninn minn hérna á gólfinu hjá mér og ég horfi á öll hnífapörin mín ef ég lít til hægri! Fúlt...
Kem til með að hugsa mig VEL um áður en ég breyti næst heima hjá mér :D
Vonandi hafið þið haft það gott elsku lesendur. Fariði varlega í raketturnar!
<< Home