Eldhús farið....

Iðnaðarmaðurinn í mér fékk að láta ljós sitt skína í gær þegar kom að niðurrifi á gömlu eldhúsinnréttingunni minni. Allur skrokkurinn á mér er hálfónýtur en þessu þurfum við iðnaðarmenn víst að venjast :)
Núna er eldhúsið mitt tómt! Nýja innréttingin kom í gærkvöld og ofvirki smiðurinn minn er á leiðinni núna að byrja að setja hana saman! Sá smiður fer ekki eftir lögmálum okkar iðnaðarmanna varðandi seinagang og frestanir. Hann er í raun alveg andstæðan við það.
Vonandi gengur þetta vel í dag og vonandi vantar ekki mikið í sendinguna sem ég fékk í gær frá IKEA. Hef heyrt að það sé soldið algengt!
Mun taka fleiri myndir af ferlinu - stay tuned, folks!
<< Home