Jóla öppdeit

Jæja... hvernig gengur að undirbúa blessuð jólin? Mín staða er ekki góð en hefur trúlega verið verri samt. Here goes:
Jólagjafir keyptar: 5 og hálf :)
Jólagjafir sem á eftir að kaupa: 5 og hálf
Jólalög spiluð: ekkert af sjálfsdáðum nema Kósíheit par exelans. Semsagt eitt.
Bakstur: Piparkökur, kókoskökur og súkkulaðibitakökur. Sko mig!!
Jólakort skrifuð: Engin :( Er að reyna að finna tíma, gengur illa.
Eldhús kláruð fyrir jól: núll
Jólaföt keypt: strákar búnir, held að ég kaupi ekkert á mig sjálfa núna.
Jólasveinar séðir: Enginn ennþá :/
Hversu oft hefur jólaandinn dottið yfir mig: tvisvar - alls ekki nóg sko
Skreytingar: Hmm... það er ein ofvaxin ljósastjarna í stofuglugganum hjá mér. Annað ekki. Ekkert gaman að skreyta þegar allt er í rúst. Stefni samt á að bæta úr því á morgun!
Jólagjafir sem búið er að pakka inn: núll
Hmm... þetta er alls ekki viðunandi ástand! Verð að taka mig verulega á....
<< Home