Wednesday, September 06, 2006

The Fog

Góðan daginn...

Vá, hvað allt var skrýtið í morgun. Ótrúlega þétt þoka niður við jörð... svona þoka sem að alls kyns snákar og skriðdýr fela sig í. Uppgufun eða eitthvað. Creepy shit segi ég!

Leist vel á SuperNova í gær. Er farin að hallast að því að Toby taki þetta bara - helvíti flottur í gær. Magni stóð vel og mér finnst að hann eigi skilið að fara áfram í lokaþáttinn. Var reyndar alveg að sofna yfir þessu öllu í gær, rétt náði að hanga uppi yfir þættinum og ganga í svefni inní tölvuherbergi til að kjósa.

Af hverju er maður alltaf svona þreyttur? Er mar orðinn svona djöfulli gamall að maður getur ekki vakað frameftir eitt kvöld? Usss. Og svo pínir maður sig til að vaka og afleiðingin af því er svo að ég rétt náði að draaaaga mig framúr í morgun. Með miklum erfiðleikum. Held mig vanti vítamín. Og kaffi! Mmmmmm.... kaaaaffi....

Have a nice day mofos!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com