Tuesday, September 05, 2006

Míbb!

Rockstar Supernova í algleymingi og allir tilbúnir fyrir vöku fram á nótt :)

Djöfulli fer það í mínar fínustu taugar þegar fólk er að segja "ég kýs hann sko ekki, asnalegt að allir séu að kjósa bara til að halda honum inni!"

Hver segir að maður sé ekki að kjósa hann fyrir hans verðleika? Ég væri ekki að vaka fram á nótt og berja hausnum við tölvuskjáinn ef að mér finndist hann ekki eiga skilið að vera áfram. Það sem fólk gleymir að spá í er að Magni stendur illa að vígi með sitt "bakland" þar sem þættirnir eru mjög seint á dagskrá hérna. Allir keppendur hafa sitt bakland, sína heimabyggð. Toby er með Melbourne, Storm með Portland... halló vitiði hvað búa margir þar?? Stelpa úr heimabæ Ryans viðurkenndi fúslega að hafa kosið hann 1200 sinnum. Ég veit það bara að ég byrjaði ekki að kjósa fyrr en fyrir þrem vikum. Why? Afþví að ég nennti ekki að vaka eftir þessu.

Að Íslendingar kjósi Magna í Rockstar finnst mér bara allt í lagi og sérstaklega þar sem hann hefur staðið sig frábærlega og stendur hinum svo sannarlega ekki á sporði. "Hæp" eins og Síminn og OgVoda eru búnir að standa fyrir er samt soldið too much en væntanlega eru gróða- og auglýsingasjónarmið í gangi þar frekar en velvild til Magna. Þó veit maður ekki.

Eins og ég hef sagt áður þá veit ég hins vegar ekkert hvort það væri Magna eitthvað til framdráttar að ganga til liðs við þessa blessuðu hljómsveit. En hann er búinn að standa sig svakalega vel og á skilinn stuðning. Ég er ekki að tala um 100 sms eða 400 internet-votes heldur bara... normal!

Af gefnu tilefni..... nei, ef að Leoncie væri að keppa fyrir Íslands hönd í svona keppni þá myndi ég ekki kjósa hana! Magni hefur hækkað verulega í áliti hjá mér fyrir frammistöðu sína og ég hef glöð étið allt ofan í mig sem ég sagði um hann í gamla daga :)

Góðar stundir og gott Súpernóvvva!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com