Tuesday, September 19, 2006

BS as in BullShit!

Er ekki búin að gera það upp við mig í dag hvort ég á að vera í góðu eða vondu skapi.

Ástæður fyrir því að vera í góðu skapi:
1. er að fara í nudd eftir tvo tíma
2. ég er ekki haldin lífshættulegum sjúkdómum (sem ég veit um)
3. ég fékk ótrúlega gott kaffi í morgun
4. ég kláraði hundleiðinlegan pappírsvinnubunka áðan

(ætla ekki að taka það fram að ég á frábæran kærasta, fjölskyldu, börn og allt það... ég er að tala um góða hluti fyrir utan það!)

Ástæður til að vera í vondu skapi:
1. Sparkaði í þröskuld í morgun og er illt í miðjutánni vinstrameginn.
2. Vaknaði kl. 6:10 í morgun með brjálað hár! Hafði ekki tíma til að þvo hár og ég finn að það er ennþá brjálað.
3. Er ennþá mjög illt í öxl.
4. Hafið þið séð fucking veðrið úti????
5. hef þurft að heyra Boten Anna tviiisvar í morgun OG er með það á heilanum!!

(ætla ekki að taka fram að ég er stórskuldug, skítblönk og trúlaus á guð og geimverur... ég er að tala um vonda hluti fyrir utan það!)
__________________________________________________

Niðurstaða: Engin! Ég verð að meta þegar líða tekur á daginn hvort ýmsir þættir ástæðna geti breyst. T.d. veðrið gæti batnað (fat chance!)....

Þangað til verð ég bara í engu skapi. Ekki vondu. Ekki góðu. Bara engu. Jei.

Over and out of space...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com