Monday, September 25, 2006

mánudagsblogg

Vitiði hvað er ömurlegt að vera í vinnunni á mánudagsmorgni og geta ekki drukkið kaffi??

Vitiði það, vitiði það? Ha?

Læknirinn minn sagði mér að ég þyrfti að skera niður kaffineyslu. Hann hefði alveg eins getað sagt við mig "þú verður að labba á höndum eftir hádegi alla daga vikunnar!".

Fékk mér hálfan bolla kl. 7:45 og hálfan kl. 9:45. Vá, hvað þetta er eitthvað asnalegt. Ég er vön að vera búin að drekka 4-5 bolla á þessum tíma dags undir eðlilegum kringumstæðum. Líkaminn skelfur, titrar, engist og kallar á KAFFI! En ég er sterk, I can do it!!!!! Stefna tekin á hálfan bolla í hádeginu. Kannski mar bara njóti kaffisins enn betur undir þessum kringumstæðum.

Er sumsé með ónýtan maga og að drepast úr streitu, koffín þykir ekki gott í slíkum tilfellum... alltaf verið að banna manni allt. Og ég má heldur ekki drekka áfengi. Breytir svosem engu, hef ekki drukkið í heilt ár. En merkilegt nokk, síðan læknirinn sagði að ég mætti ekki drekka.... þá langar mig allt í einu að detta í það. Voðalega getur maður verið fucked up! Eins og lítill óþekkur krakki...

Helgin var fín, mikil rólegheit. Tók mér eftirfarandi fyrir hendur:
- Fór tvisvar í heimsókn til Sunnu
- Borðaði góðan mat
- Hékk í tölvuleiknum Settlers, er verulega húkt á honum! (læknirinn sagði mér að finna eitthvað til að dreifa huganum, jessss!!!)
- plokkaði og litaði fjórar augabrúnir
- fór aðeins að vinna
- fór í Nammiland... og þ.a.l. Smáralind (aukaatriði).
- borðaði nammið (eins og gefur að skilja) og las blöð.
- smakkaði tvær nýjar tegundir af te. Báðar fínar... samt ekkert eins og kaffi :(
- Horfði eitthvað smá á TV, voða lítið samt.
- Svaf....!!!

Sumsé ágætis helgi að baki.

Núna þessa viku verða strákarnir alfarið hjá mér, nýtt skipulag hjá mér og barnsföðurnum. Ég er semsagt með þá eina heila viku, hann næstu viku og svo er ein vika blönduð. Gengur bara vel, þeir eru alltaf jafnkátir að koma til mín og eins kátir að fara til pabba síns. Rosalega fegin hvað þetta gengur vel.

Jæja, nóg í bili. Ég ætla að fara að plana hvernig hálfi hádegiskaffibollinn á að vera... á ég að hafa hann í frauðplastbolla... eða leirbolla? Eða kannski plastbolla?
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com