Wednesday, September 27, 2006

Doin' good, doin' good....


Vá, ég vissi ekki að ég væri svona helvíti mikill koffínfíkill! Jú, vissulega elska ég kaffi og finnst það heitt og gott og yndislegt... en að ég fengi hreinlega fráhvörf, það vissi ég ekki.

Allavega þá gengur vel að drekka ekki kaffi. Hálfur bolli í dag, that's all. Það versta er að mér gengur ekkert sérlega vel að finna mér eitthvað annað í staðinn. Kannski ég ætti að brugga mér koffínlaust kaffi heima hjá mér á morgnana og mæta með í köflóttum hitabrúsa í vinnuna. Svona eins og afi gerði í 60 ár eða svo. Það er möguleiki...

Annars er lítið að frétta. Jarðkúlan heldur áfram að snúast og við snúumst flest með henni.

Hey, takiði nú þátt í smá tilraun. Tilbúin?? Fylgiði leiðbeiningunum:

1. snúiði hægri fæti, eða sko ökklanum í hringi. Þið verðið að snúa honum réttsælis as in sólarhringinn as in clockwise....
2. athugiði hvort þið séuð örugglega ekki að snúa í rétta átt. Í sömu átt og klukkan gengur :D
3. Ok...
4. Með hægri hendi, skrifið töluna 6 út í loftið.
5. Og voila.... þið hafið byrjað að snúa löppinni í hina áttinina án þess að fatta það.
6. Reynið aftur ef þið þykist geta skrifað töluna 6 út í loftið og snúið fætinum réttsælis.

Bara svo að þið vitið það, þá er það ekki hægt. Fóturinn bara stoppar og fer hinn hringinn um leið og þið skrifið 6 út í loftið.
Svona er mannsheilinn nú merkileg smíð...

Þessi einfalda þraut var í boði JL Corporation of Wisdom Group.

Eigiði góðan dag!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com