Back to work!
Jæja, þá er fríið mitt búið og ég mætti aftur í vinnu í fyrradag.
Verð að segja að ég hvíldist svosem ekkert brjálæðislega vel í þessu fríi enda var uppsöfnuð þreyta orðin talsverð. Tvær vikur eru heldur ekki lengi að líða svosem.
Planið er að ná a.m.k. fjórum samfelldum vikum næsta sumar! Pirrandi að mæta hálfþreyttur úr sumarfríinu sínu!
Annars er allt gott að frétta. Er í hálfgerðum doða þessa dagana, læt mér nægja að hugsa um syni mína, sinna allra nauðsynlegustu heimilisverkum og það sem eftir er af orku nýti ég í að hanga á Über-dúdinum*. :-)
Svo er bara menningarnótt næstu helgi. Eins og margir vita eigum við menningarnótt smá history sem gerir það að verkum að ég er ekkert yfir mig spennt fyrir þessu fyrirbæri. Var reyndar ágætt í fyrra, fór með tveimur vinkonum á bliiiindafyllerí. Ekkert stóð svo sem uppúr því djammi, man aðallega eftir ansi skrautlegri strætóferð í bæinn og stappfullum miðbæ!
En það sem er nú muuun merkilegra við næstu helgi er það, að ég á afmæli!! Og já ég er ljón, og ljón elska athygli, afmæli og veislur! Ætla reyndar ekki að halda neina veislu svoleiðis. Býð kannski nánustu fjölskyldumeðlimum í eina köku eða svo. Auðvitað ætti maður að halda brjálað partý, ég bara nenni ekki að standa í því. Doðinn sem ég er í þessa dagana kemur í veg fyrir partýhugleiðingar. Auma ljónið, sem ég er!
Ég er að reyna að sjá ekki stóra feita pappírsbunkann sem er hérna á borðinu mínu. Tveggja vikna uppsöfnum pappírsvinna :-( Ennnn... best að drullast til að gera eitthvað - það er jú það sem ég fæ borgað fyrir :)
* skýring - Überdúd : gaurinn sem ég er búin að bíða eftir soldið lengi. Hef sett hann í álög þannig að ef hann reynir að sleppa, þá breytist hann í grasker (ekki segja honum það samt!).
Verð að segja að ég hvíldist svosem ekkert brjálæðislega vel í þessu fríi enda var uppsöfnuð þreyta orðin talsverð. Tvær vikur eru heldur ekki lengi að líða svosem.
Planið er að ná a.m.k. fjórum samfelldum vikum næsta sumar! Pirrandi að mæta hálfþreyttur úr sumarfríinu sínu!
Annars er allt gott að frétta. Er í hálfgerðum doða þessa dagana, læt mér nægja að hugsa um syni mína, sinna allra nauðsynlegustu heimilisverkum og það sem eftir er af orku nýti ég í að hanga á Über-dúdinum*. :-)
Svo er bara menningarnótt næstu helgi. Eins og margir vita eigum við menningarnótt smá history sem gerir það að verkum að ég er ekkert yfir mig spennt fyrir þessu fyrirbæri. Var reyndar ágætt í fyrra, fór með tveimur vinkonum á bliiiindafyllerí. Ekkert stóð svo sem uppúr því djammi, man aðallega eftir ansi skrautlegri strætóferð í bæinn og stappfullum miðbæ!
En það sem er nú muuun merkilegra við næstu helgi er það, að ég á afmæli!! Og já ég er ljón, og ljón elska athygli, afmæli og veislur! Ætla reyndar ekki að halda neina veislu svoleiðis. Býð kannski nánustu fjölskyldumeðlimum í eina köku eða svo. Auðvitað ætti maður að halda brjálað partý, ég bara nenni ekki að standa í því. Doðinn sem ég er í þessa dagana kemur í veg fyrir partýhugleiðingar. Auma ljónið, sem ég er!
Ég er að reyna að sjá ekki stóra feita pappírsbunkann sem er hérna á borðinu mínu. Tveggja vikna uppsöfnum pappírsvinna :-( Ennnn... best að drullast til að gera eitthvað - það er jú það sem ég fæ borgað fyrir :)
* skýring - Überdúd : gaurinn sem ég er búin að bíða eftir soldið lengi. Hef sett hann í álög þannig að ef hann reynir að sleppa, þá breytist hann í grasker (ekki segja honum það samt!).
<< Home