Friday, August 19, 2005

Föstudagur, kökur og brjálæði!

Víííí!! Föstudagur! Loksins loksins!

Og já.. ég kom úr fríi á þriðjudaginn. Og já... ég er með massívan vinnuleiða. Og jájájá... ég er þreytt!

Hérna í vinnunni er búið að vera brjálað að gera. Kosturinn við það er að tíminn líður hratt, ókosturinn hins vegar sá að orkukvóti dagsins er uppurinn. Fékk reyndar orku-boost í hádeginu, fullt af kökum. Reyndar hefur kökuátið orsakað hálfgerða ógleði síðan í hádeginu enda eru kökurnar frá Mosfellsbakarí ótrúlega góðar, þannig maður étur kannski meira af þeim en manni er hollt.

Bakið á mér hefur verið að gefa sig smátt og smátt undanfarna daga. Veit ekki hvað er í gangi. Hugsanlega er slæm vinnuaðstaða við tölvuna heima málið. Ekki þar fyrir að ég hafi verið að vinna mikið í tölvunni heima - ekki nema Sims2 flokkist sem vinna ;)

En vonandi er þessi bakverkur eitthvað sem má laga með heitu baði og smá slökun. Og eftir aðeins klukkutíma er officially komin helgi :D :D :D

Sé fram á að sleppa hugsanlega alveg við slímugar gripklær Menningarnætur Reykjavíkurborgar. Sæti kærastinn minn er búinn að bjóða mér út að borða annað kvöld langt langt langt útúr bænum (reyndar er Stokkseyri kannski ekki svo langt í burtu). Áætlaður lendingastaður annað kvöld er sumsé Fjöruborðið, Stokkseyri. Hef ekki heyrt neitt nema jákvætt um þennan stað, verður eflaust frábært.

Jæja, nú er víst verið að ætlast til þess að ég vinni eitthvað hérna. Pffft! Vinna er af hinu illa - hef alltaf sagt það!

Góða helgi, krúttin mín!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com