Wednesday, August 24, 2005

Haust?

Er komið haust? Mjög þesslegt í morgun; kalt, heiðskýrt og sólin lágt á lofti. Vá, hvað þetta sumar varð aldrei sumar, einhvern veginn!

En björtu hliðarnar eru þó þessar:

1. Það er farið að dimma aftur á kvöldin sem mér finnst jákvætt. Upp með kertin, fólk!
2. Skólarnir eru að byrja svo að lífið fer aftur í sama gamla, góða normið.
3. Fólk hérna í vinnunni hættir að fara í sumarfrí í tíma og ótíma.
4. Haust er uppáhalds-árstíðin mín. Allt svo fallegt á haustin :)

Ég sé alltaf meira og meira eftir því að hafa eytt út gamla blogginu mínu. Tveggja ára dagbók bara farin. En það þýðir lítið að syrgja það, stefni bara að því að gera þá þetta blogg þeim mun virkara ;)

Á stefnuskránni er að eiga rólegt, kósí kvöld og fara snemma að sofa. Einhver haustþreyta í mér, held ég.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com