Monday, August 22, 2005

Orðin stór!

Ég er orðin tuttuguogníu ára :) Síðasta árið sem ég verð tuttuguogeitthvað :) Annars get ég ekki sagt að ég finni mikið fyrir hinum margumtöluðu aldurskomplexum en það gæti komið á næsta ári, er það ekki? :D Vona ekki. Mín skoðun er sú að þrjátíuogeitthvað er heldur ekki mikill aldur... og eins er aldur svo afstæður eins og allir vita. Ef ég hefði val um hvort ég vildi verða tuttuguogeins aftur... þá yrði svarið NEI! Lífið er mun skemmtilegra núna :)

Annars átti ég frábæran afmælisdag. Gaurinn minn bauð mér bæði í hádegis og kvöldmat og ég fékk æðislega pakka. Mæli eindregið með veitingastaðnum Fjöruborðinu á Stokkseyri þar sem ég overdósaði á ógeðslega góðum humar.

Stebbi minn er að byrja aftur í skólanum og allt er að fara í normal horf aftur, thank god. Pabbi strákanna minna er reyndar að fara í þriggja mánaða nám í USA þannig að ég verð "fulltime mom" næstu mánuði. En maður ætti nú að klóra sig framúr því :)

Ekki kíkti ég neitt á Menningarnótt enda löngunin ekki til staðar. Fæ vægan viðbjóðshroll við að lesa fréttir eins og þessa. Sérstaklega þótti mér þessi setning athyglisverð: ""Þá tekur við annar bragur sem við viljum alveg slíta úr tengslum við hátíð menningarnætur," segir Geir Jón en mikil drykkja og læti voru í bænum um nóttina og mun meiri en í fyrra. "Það var nóg að gera að taka á því," segir Geir Jón, sem telur að rigning og kuldi kunni að hafa spilað þar inn í." Rigning og kuldi já... mmmm, spennandi!

Untill next time, babes!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com