Monday, September 24, 2007

Svo dugleg að blogga...

... eða hvað?

Life goes on og núna eru að koma jól. Jebbs... jólin eru að koma, krakkar.

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið m.a.:

* Fór á Chris Cornell tónleika sem voru alveg meiriháttar góðir. Þrusuflottur í alla staði hann Krissi.

* Fékk TVÆR hraðasektir á hálftíma. Samtals mátti ég punga út 23 þús krónum fyrir að aka fyrst á 41 km/klst og svo 52 km/klst. Algjörlega með ólíkindum að íslensk lögregla hafi ekkert annað að gera heldur að en stoppa fólk á þessum hraða... eða taka myndir af því réttara sagt. Blóðpeningar segi ég... BLÓÐPENINGAR!!!

* Fór með bílinn minn í skoðunn og fékk grænan miða :( Keypti spindilkúlu og tvo stýrisenda. Með því að biðja pabba gamla um að redda þessu fyrir mig spara ég mér 70 þús. En vá hvað mig langar að gera eitthvað allt annað við peningana mína en að kaupa varahluti!!!

* Planaði árshátíð í Köben fyrir vinnuna mína. Fínt að fara til Köben að kaupa jólagjafir í byrjun nóvember.

* Keypti mér tölvuleik sem ég er búin að eyða óhemjumiklum tíma í. What a good waste of time! En hei... ég horfi heldur eiginlega ALDREI á sjónvarp svo að ég MÁ spila tölvuleiki. Reyndar horfi ég á þætti í tölvunni minni líka. En það má líka. Það má.

* Keypti mér líka ógeðslega góða hnífa sem ég elska. Þeir voru soldið dýrir en það er actually gaman að skera með þeim. Jei... ég er alltaf að skera. Hver hefði trúað því að það væri gaman að skera niður tómata?

Jæja, þetta var smá öppdeit. Annars er allt gott að frétta. Eftir að hafa náð mér uppúr venjubundnu haustþunglyndi að þá leggst veturinn nokkuð vel í mig. Synir mínir standa sig eins og hetjur að ganga heim úr skólanum á hverjum degi og haga sér eins og ljós þangað til að ég kem heim. Reyndar hringja þeir svona þrisvar-fjórum sinnum í mig á þessum eina og hálfa klukkutíma til að fá leyfi til að gera hitt og þetta en það fylgir víst bara þessum hluta sjálfstæðis :)

Life is good, guys!
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com