Tuesday, September 25, 2007

Nýjar en mjög nauðsynlegar sagnir í íslenskri tungu!

Við lifum á tíma tækni og upplýsinga. Þróunin er hröð og því verða til orð sem þyrfti kannski að ígrunda betur. Hérna eru örfá dæmi:

Jáuð. Sögn. Að vera jáaður er að vera flett upp á ja.is í leit að símanúmeri og/eða heimilsfangi.
Dæmi um notkun: "Ég jáaði hann og sá að hann býr ennþá í Engihjalla."

Gúgglaður. Sögn. Að vera gúgglaður er þegar nafnið manns er slegið inní leitarvélina Google.com.
Dæmi um notkun: "Ég gúgglaði hana og fann þá bloggið hennar."

Þjóðskráaður. Sögn. Þegar einhver er þjóðskráaður er honum flett upp í þjóðskrá í leit að nánari upplýsingum t.d. afmælisdegi eða lögheimili, jafnvel sambýlismanni/konu.
Dæmi um notkun: Hún þjóðskráaði mig og sá að ég bý ennþá með Gunnu.

Kannski er þetta ekki algengar sagnir en vissulega mikið notaðar af mínum vinkonuhópi. Sumir kalla þetta persónunjósnir en ég kalla þetta skynsamlega notkun á upplýsingatækni :) Ég ætla ekki að fara út í fleiri nýjar sagnir sem fylgja þessari tækni en þær eru vissulega fleiri og sumar gagnlegri en aðrar.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com