Friday, May 12, 2006

Tímavél óskast... má vera notuð.




Jæja gott fólk. Hér er mynd af yngri syni mínum. Hann var að "útskrifast" úr leikskóla á miðvikudaginn með viðhöfn. Á myndinni er hann að sýna voða fínt útsaumað útskriftarverk og segja frá því. Hann stóð sig með prýði eins og alltaf :)

Sumsé.... LITLA BARNIÐ mitt er að hætta í leikskóla í sumar og þið bara látið eins og ekkert sé! You crazy people! Mér finnast þetta vera gríðarleg tímamót og ég er ekki viss um að ég sé alveg að fíla þetta sko... eftir smá stund verða synir mínir orðnir 18 ára, sjálfráða og neita að þjóna móður sinni. Damn.

Hann er orðinn mjög spenntur að byrja í 1.bekk og lærir iðulega með bróður sínum á kvöldin. Hef ekki minnstu áhyggjur af því að hann muni ekki spjara sig í lærdóminum, þessi gutti.

Annars er allt gott að frétta. Ég og Úberdúdinn erum að fara á árshátið á morgun með vinnunni minni á Hótel Örk. Það er búið að ganga ótrúlega erfiðlega hjá okkur að fá pössun fyrir krakkaskarann okkar en það virðist vera komið í lag núna. Það hittist sjaldan þannig á hjá mér að enginn geti passað, mér líður hreinlega eins og okkur sé ekki ætlað að fara á þessa árshátíð. 7,9,13! En það verður cool að komast útúr bænum einn sólarhring og gleyma öllu hversdagslega ruglinu.

Hætt í bili - guð blessi ykkur, lömbin mín.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com