Friday, May 19, 2006

Sjitt lítið af hverju!

Eurovision

Veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er fegin Evu Ágústu vegna að hún þarf ekki að vera Silvía lengur í Grikklandi :) Þetta hlýtur að hafa tekið á taugarnar. Við eigum allavega eftir að muna eftir þessu framlagi Íslands í Eurovision (eða Varsjársöngvakeppninni eins og einhver sagði) í framtíðinni :) I rest my case. Áfram Lordi!

Árshátíð

Við komumst á árshátíðina síðustu helgi. Við vorum skammarlega róleg... eða skynsamlega róleg. Man ekki hvort. Óheppnin sem elti mig í aðdraganda þessarar árshátíðar var bara það mikil að ég átti von á að fá flygil í hausinn á hverri stundu. Hafið þið t.d. misst lyklakippuna ykkar oní póstkassann hjá nágranna ykkar nýlega? I did.

Helgin að koma :D

Afþví að ég var skynsamlega rólega síðustu helgi þá ætla ég að vera syndsamlega óróleg þessa helgi! Eða kannski ekki. Ég segi þetta oft en svo ligg ég bara eins og pönnukaka út í horni heilu helgarnar. Pönnukaka segi ég. Ætla allavega að reyna að hafa það gott og hanga utan í Mr. Right. Hafið þið hangið utan í fólki í bókstaflegri merkingu? Það er surpricingly skemmtilegt.

Afmælisbaddn dagsins!

Til hamingju með afmælið elsku Mæja mín. Mæja er 35 í dag og því alveg að verða fullorðin, stelpan. Mæja... ákurru bakarðu ekki eins og eina köku handa Hönnu sinni? Hönnu langar í köku sem Mæja bakar. Hanna er góð. Mæja er líka góð. Hanna og Mæja róla.

Hmm... ég er kannski búin að vera að lesa of mikið í lestrarbókinni hans Þorsteins Óla.

Góða helgi, krúttin mín.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com