Saturday, May 06, 2006

Fram fram fylking, forðum okkur hættu frá!

Vá hvað er súrt að vinna á laugardögum. Það er svona pínu eins og að fá enga pakka á jólunum.

Öxlin á mér er með stæla þessa dagana, fór til sjúkraþjálfara á fimmtudaginn og fer aftur á þriðjudaginn. Sjúkraþjálfarinn sagði að ég mætti alls ekki reyna á öxlina þegar ég væri uppdópuð af verkjalyfjum! Hmm.... en... gera það ekki allir?

Veðrið er gott og sólin skín. Engin ástæða til annars en að vera hress og kátur (sem slátur) á svona dögum. Af hverju langar mig þá mest af öllu að kaupa mér hrúgu af nammi og lesa bók? Af hverju langar mig ekki að ganga á Esjuna og spila golf eins og venjulegu fólki? Eða snyrta garðinn með gulum hekk-klippum? Eða ganga um Elliðárdalinn í hnébuxum og flíspeysu? Ég er kannski svona skrýtin en hekk-klippur og hnébuxur valda mér ógleði í dag.... og reyndar flesta daga.

Fór í stórskrýtin ljós í gær. Var 7 mínútur í ljósabekknum sem er nú ekki langur tími. En á þessum 7 mínútum tókst mér að verða eldrauð á bringunni og bakinu. Reyndar kostur að fá sama árangur frá 7 mínútum eins og 20 mínútum annarsstaðar. Það er nebbilega stundum hálfleiðinlegt að liggja í ljósum. "Af hverju ferðu þá í ljós?" spyr þá einhver. Af því að ég er enn og aftur að segja aría litarhætti mínum stríð á hendur. Mér finnst leiðinlegt að vera mjallahvít þegar venjulegt fólk (sem er núna í golfi og í hnébuxum) er útitekið og sællegt. OG NEI! Ég get ekki fengið lit undir beru lofti... ég er með sólarexem og verð eins og flekkótt folald ef ég fer í beint sólarljós. Skemmtileg nýjung sem ég tók uppá fyrir tveimur árum... allt í einu er rígfullorðin konan farin að fá sólarexem... jei!

Best að halda áfram að vinna. Góða ferð á Esjuna og passiði ykkur á gulu hekk-klippunum ykkar. Þegar ég verð stór, þá ætla ég líka að labba á Esjuna.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com