Kosningahelgi

Gaman að veðrið sé loksins að taka við sér á ný. Glampandi sólskin í allan dag. Synir mínir settu algjört met í útiveru og eyddu hvorki meira né minna en 9 klukkustundum úti að leika sér. Komu reyndar einu sinni og fengu sér brauðsneið á algjörri hraðferð :) Það voru líka tveir þreyttir gaurar sem lögðust niður áðan og sofnuðu á innan við 10 sek.
Kosningarnar fóru ekki alveg eins og maður hefði átt von á. Reykjavík greinilega ekki þreyttari á "R-lista" stjórnun en þetta. Algjört klúður hjá D-lista að setja þetta dauðyfli hann Vilhjálm í fyrsta sæti hjá sér, lítið skárri en Björn Bjarna. Ég væri fyrir mitt leiti alveg til að sjá borgina í nýjum höndum, fá nýtt blóð og nýjar áherslur.
Vann á laugardaginn sem sleit enn og aftur í sundur helgina og er að auki búin að hafa hálsbólgu síðan á föstudag. En þess fyrir utan hafði ég það bara gott :)
Laterz ;)