Sunday, April 16, 2006

Páskar, egg, mörgæsir og lífið!

G'day to ya'll!

Soldið langt síðan ég hef skrifað af einhverju viti.

Ég var að reyna að gera við kommentakerfið mitt en það er allt komið í rugl! Mér finnst html leiðinlegt af þeirri ástæðu einni að ég kann það ekki nógu vel og nenni ekki að læra það :)

Núna er svona dæmigerður páskadagur. Fór með syni mína í mat til ömmu og afa í sveitinni. Fengum ljúffent páskalamb með tilheyrandi. Er svo södd ennþá að mér líður hálfilla en á manni ekki einmitt að líða svoleiðis á páskunum? Páskaeggið mitt er ósnert heima hjá Jóa, ég kannski opna það bara á morgun.

Synir mínir voru að horfa á March of the Penguins og eru gjörsamlega heillaðir enda um meistarastykki að ræða. Steini kom til mín í miðri mynd og sagði með tárin í augunum að einn unginn hafa dáið og mörgæsamamman væri að gráta. Greinileg innlifun þarna á ferð.

Ég hafði það hins vegar loksins af að horfa á Lord of the Rings um helgina :) Allar þrjár myndirnar. Loksins :) Váááá! Hvað annað getur maður sagt? Ótrúlega vel gerðar myndir að öllu leiti. Mar bara trúði þessu varla sko!!

Annars er bara allt gott að frétta. Lífið er ljúft :)

Nokkur atriði sem þurfa að gerast sem fyrst samt:

1. þarf að fá helv. múrarann til að klára borðplötuna
2. þarf að fá smiðinn til að klára innréttinguna - mjög lítið eftir
3. þarf að taka herbergi strákanna í gegn! Nauðsynlegt!
4. þarf að vinna í lottó!!

Vonandi eigið þið góða og sæta páska :)
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com