Friday, April 28, 2006

Kosningar í nánd...



Þið megið kalla mig vitlausa ljósku sem er sama um borgarmálin en.... oooooofboðslega leiðast mér kosningaumræður!!

Reyndi í gær að horfa á frambjóðendurna ræða saman í Kastljósi í gær eennnn... endaði með því að gera allt annað :)

Ég reyndi eins og ég gat. Þetta byrjaði ágætlega og allir voða málefnalegir og rólegir. Svo smátt og smátt fóru þau að grípa fram í fyrir hvort öðru. Svo voru þau farin að kalla hvert annað lygara. OMG... þetta er fólkið sem stjórnar borginni for fucks sakes! Geta þau ekki allavega þóst vera siðmenntuð rétt á meðan þau eru í sjónvarpsviðtali??

Allavega, ég er að hugsa um að fara á kjörstað og kjósa þann sem grípur minnst fram í fyrir öðrum. Það er ekki vitlausara en hvað annað!!

p.s. Finnst ykkur hann Björn Ingi (framsókn) ekki appelsínugulur á litinn? I could be wrong en ég hef hann grunaðan um að hafa farið í "spray on tanning" fyrir þáttinn í gær! Big mistake...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com